Virtus tekur yfir bókhaldsþjónustu PwC

ECIT Virtus ehf.
ECIT Virtus ehf.

Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík færðist í dag yfir til ECIT Virtus ehf. Samkomulag um yfirfærsluna var gert í byrjun janúar sl. og verður starfsemin héðan í frá rekin undir merkjum hins síðarnefnda.

Alls starfa nú 30 manns með sérfræðiþekkingu á sviði bókhalds, launasýslu og skattaráðgjafar innan veggja ECIT Virtus.

Ráðgjafi beggja aðila í viðskiptunum var Arcur ehf., að því er fram kemur í tilkynningu. 

„ECIT Virtus ehf. er dótturfélag ECIT AS sem er með um 2.600 starfsmenn á yfir hundrað vinnustöðum í tíu löndum. Auk bókhalds og launavinnslu veitir félagið, sem skráð er í kauphöllinni í Osló, víðtæka ráðgjöf á sviði upplýsingatækni og viðskiptalausna. ECIT Virtus hefur það að yfirlýstu markmiði að efla starfsemina bæði með innri og ytri vexti þar til stærðarhagkvæmni hefur verið hámörkuð hér á landi ásamt því að treysta grundvöll gæða og fjölbreytileika í fjármálatengdri þjónustu félagsins. Yfirtaka á bókhalds- og launaþjónustu PwC er grein af þeim meiði,“ segir í tilkynningu. 

ECIT Virtus ehf. þjónar nú yfir 600 viðskiptavinum í fjármálatengdum verkefnum. Áætluð velta félagsins á þessu ári er um 500 milljónir króna. Stjórnarformaður ECIT Virtus er Eivind Araklett Norebø og forstjóri þess er Þorkell Guðjónsson, segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK