Yfirskattanefnd snýr við um helmingi af ákvörðunum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Af 95 ákvörðunum Skattsins sem skattgreiðendur kærðu til yfirskattanefndar á síðasta ári fólu 42 tilvik í sér tap fyrir Skattinn að öllu leyti eða hluta til eða þá að málum var vísað aftur til endurákvörðunar vegna ýmiskonar annmarka. Hlutfallslega séð staðfesti nefndin ákvarðanir embættisins í 55,8% tilvika á móti 44,2% í tilvikum skattgreiðenda. Þá eru ekki tekin með í reikninginn málin sem rata að lokum fyrir dómstóla.

Velta hvatanum fyrir sér

ViðskiptaMogginn ræddi við aðila sem eru kunnugir þessum málum. Það að Skatturinn tapi yfir 10% af málum sem skotið sé til yfirskattanefndar telja þeir óvenjuhátt hlutfall, þar sem embættið á að fara að lögum við ákvarðanir sínar. Ef árangur Skattsins er skoðaður með hliðsjón af viðbótarlaunakerfinu velta þeir fyrir sér hvort hvatinn til að afla viðbótarlauna hafi verið svo mikill að starfsmenn fóru fram úr sér í ákvarðanatökum um endurálagningu eða sektir.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK