Heimsmarkaðsverð kakós rýkur upp

Páskaegg.
Páskaegg.

Sælgætisgrísir heimsins eru teknir að ókyrrast vegna mikillar og skyndilegrar hækkunar sem orðið hefur á heimsmarkaðsverði kakós.

Á hrávörumarkaði er kakó verðlagt í tonnum og þegar verðið var hvað hæst í lok febrúar kostaði kakótonnið nærri 6.900 dali og hefur aldrei verið dýrara. Til samanburðar sveiflast verðið á bilinu 2.000 til 3.000 dalir tonnið í venjulegu árferði og bara frá síðustu áramótum hefur kakóið hækkað um meira en 60%.

Vörðu sig gegn hækkunum

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Siríusar, segir íslenska súkkulaðiunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur að svo stöddu því bæði hafi fyrirtækið tryggt sér meira en nóg hráefni fyrir páskaeggjatímabilið fram undan og eins keypt varnir gegn mögulegum verðhækkunum:

„Margir þættir spila inn í hækkun verðs að undanförnu og er ekki nóg með að uppskerubrestur hafi áhrif heldur hefur líka verið mikil virkni hjá markaðsspekúlöntum sem hafa tekið stöður á hrávörumarkaði og ýtt verðinu upp enn frekar,“ segir Sigríður Hrefna og bætir við að áður en kakóverð rauk upp hafi verð á sykri hækkað tímabundið en svo náð aftur jafnvægi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK