Nike efst í huga landsmanna

Nike var mun oftar nefnt af yngstu svarendum, 18-29 ára, …
Nike var mun oftar nefnt af yngstu svarendum, 18-29 ára, eða 19,5%. AFP

Nike er það vörumerki sem flestir landsmenn nefna þegar þeir eru spurðir hvaða vörumerki þeim dettur fyrst í hug. Á þetta sérstaklega við um ungt fólk.

Maskína gerði könnun fyrir Hugverkastofuna um hvaða vörumerki svarendum dytti fyrst til hugar og svöruðu 14,3% aðspurðra Nike. Í öðru sæti varð Coca-Cola sem 12,2% nefndu og í þriðja sæti var Apple sem 3,8% svarenda nefndu. Þar á eftir kom Pepsi og IKEA.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hugverkastofunni.

Fjögur íslensk vörumerki í efstu tíu

Fjögur íslensk vörumerki eru meðal þeirra tíu vörumerkja sem oftast voru nefnd. Voru það vörumerkin 66° Norður (3,0%), Bónus (2,5%) og svo Mjólkursamsalan og ELKO með 1,7% hvort um sig.

Þó nokkur munur var á svörum fólks eftir kyni og aldri. Til dæmis nefndu 14,5% karla Coca-Cola en 11,6% karla nefndu Nike. Á sama tíma nefndu 17,7% kvenna Nike en aðeins 9,8% kvenna nefndu Coca-Cola. 

Nike var einnig mun oftar nefnt af yngstu svarendum, 18-29 ára, eða 19,5%.

„Í svipaðri könnun sem gerð var fyrir Hugverkastofuna fyrir ári síðan voru MS og tengd vörumerki oftast nefnd en kannanirnar eru ekki sambærilegar milli ára þar sem spurningunni var breytt lítillega frá því í fyrra. Nú var einfaldlega spurt: „Hvaða vörumerki dettur þér fyrst í hug?“ og aðeins var hægt að nefna eitt vörumerki,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK