„Að glíma við vöxt er góð áskorun“

Søren Skou tók við sem stjórnarformaður Controlant í byrjun þessa …
Søren Skou tók við sem stjórnarformaður Controlant í byrjun þessa árs. Hann var áður forstjóri Maersk. Kristinn Magnússon

Søren Skou, nýr stjórnarformaður Controlant, segir að þótt því fylgi áskoranir að vaxa hratt líkt og Controlant hefur gert undanfarin misseri þá sé það betri áskorun en að glíma við of hægan vöxt.

„Að glíma við vöxt er góð áskorun og við viljum að sjálfsögðu vaxa, þó ekki of hratt en þú vilt heldur ekki vera með of hægan vöxt því það felur líka í sér vandamál,“ segir Søren.

Søren Skou tók við sem stjórnarformaður Controlant í byrjun þessa árs en áður starfaði hann sem forstjóri A.P. Moller-Maersk, sem er stærsta flutningafyrirtæki heims en fyrirtækið veltir um 50 milljörðum bandaríkjadala árlega, er með 100 þúsund starfsmenn á sínum snærum og er með starfsemi í 130 löndum. Søren starfaði hjá Maersk í yfir 40 ár en hann sinnti ýmsum hlutverkum þar áður en hann tók við forstjórastólnum. Auk stjórnarhlutverks hjá Controlant situr Søren einnig í stjórn Nokia OY sem varastjórnarformaður og er stjórnarformaður The Mærsk Mc-Kinney Møller Center for Zero Carbon Shipping.

Allan ferilinn hjá Maersk

„Ég vann allan minn feril hjá Maersk í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Danmörku en vann einnig fyrir fyrirtækið í Kína og Bandaríkjunum,“ segir Søren og bætir við að tíminn hjá Maersk hafi verið áhugaverður og hann hafi leitt fyrirtækið í gegnum miklar umbreytingar.

„Árið 2016 samanstóð samstæðan af átta mismunandi deildum sem hver starfaði sem sjálfstætt fyrirtæki. Meðal þeirra var olíufyrirtæki, gámaflutningafyrirtæki, olíuborun, hafnarfyrirtæki og svo framvegis. Þegar ég tók við fór fyrirtækið í gegnum mikla umbreytingu og fór úr því að vera gamaldags fyrirtæki yfir í nýstárlegra,“ segir Søren og útskýrir að með því hafi fyrirtækið lagt aukna áherslu á að koma til móts við viðskiptavininn.

Lestu ítarlegt samtal við Skou í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK