Ferðalög bókuð með íslenskri gervigreind

Lausnin greiðir leiðina fyrir fólk til að nýta tímann betur …
Lausnin greiðir leiðina fyrir fólk til að nýta tímann betur á ferðalögum með því að útbúa ferðaáætlun. mbl.is/Sigurður Bogi

Hægt er að bóka heildarferð til útlanda með aðstoð gervigreindar í kerfi sem hannað er af íslenska hugbúnaðarfélaginu Travelshift, sem er móðurfélag Guide to Europe. Slík lausn verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

„Lausnin gerir það að verkum að fólk getur fundið talsvert ódýrari frí, þar sem það getur séð öll tilboð frá öllum aðilum innan Evrópu, á sama staðnum samtímis og fær fyrir vikið lægri verð á ferðapakkann,“ segir Saga Úlfarsdóttir, vörustjóri hjá Travelshift, í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið hefur unnið að þróun á algrími í gervigreind, sem gerir fólki kleift að bóka flug, hótel, skoðunarferðir og bíla á einum og sama staðnum í einni bókun.

Fjölbreytt úrval ferða

Saga segir að fyrirtækið muni bjóða upp á tengingar við flugfélög, hótel og ferðaþjónustufyrirtæki innan Evrópu og geta þeir sem hyggja á ferðalög um álfuna því valið um 50 þúsund fjölbreyttar ferðir á sama staðnum.

Aðspurð segir hún að fyrirtækið ætli sér að taka þátt á bókunarmarkaði þar bókunarsíður á borð við Booking.com og fleiri verða keppinautar þeirra. „Booking hefur reynt en ekki alveg tekist að bjóða upp á samskonar lausn í einni bókun, segir hún. 

Bestu ferðaáætlanirnar

Gervigreindin tekur saman ferðapakka fyrir alla áfangastaði í Evrópu með því að framkvæma greiningu á margvíslegum landfræðilegum gögnum og upplýsingum um vegi og aksturstíma, áhugaverða staði til að skoða, afþreyingu, gönguleiðir og veitingastaði, svo fátt eitt sé nefnt. Á þeim grunni útbýr gervigreindin ferðaáætlun í samræmi við óskir og smekk viðkomandi. 

Nánari var fjallað um málið i Morgunblaðinu nýlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK