Í útrás með SheSleep á næsta ári

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns.
Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns.

Svefnmeðferðarfyrirtækið Betri svefn hefur sett nýtt smáforrit á markaðinn sérstaklega ætlað konum.

Forritið, sem gengur undir nafninu SheSleep, gerir konum kleift að kortleggja eigið svefnmynstur, sækja sér meðferð við svefnvanda í gegnum forritið, fylgjast með tíðahring sínum og áhrifum hormóna á svefn og heilsu ásamt því að bjóða upp á almennan fróðleik um svefn og tækni til að ná slökun.

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og einn stofnenda Betri svefns, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að smíði forritsins hafi farið af stað fyrir þremur árum. Það sé hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er eina forritið þar sem einblínt er á svefnvanda kvenna og sniðið að þeirra þörfum,“ segir Erla.

SheSleep forritið.
SheSleep forritið.

Um það hvort lagður hafi verið fjárhagslegur mælikvarði á svefnvanda heimsins segir Erla að um dýrasta heilsufarsvanda veraldar sé að ræða. „Hann skilar sér í tvöfalt fleiri veikindadögum. Svefnleysi býður upp á aukna hættu á slysum og veikindum og talið er að óbeinn kostnaður vegna vandans nemi um 2% af landsframleiðslu í OECD-löndunum.“

Byrja líklega í Danmörku

Erla segir að lokum að árið 2024 verði notað til að prufukeyra appið á Íslandi. Eftir það verði lagst í víking. „Við erum nú þegar í sambandi við sérfræðinga í Svíþjóð. Við munum líklega byrja okkar útrás þar og í Danmörku. Við erum með miklar væntingar um að geta hjálpað konum um allan heim að sofa betur.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK