Teams og Office verða aðskilin

Merki Microsoft yfir sýningarbás á tæknisýningu á Spáni. Í gegnum …
Merki Microsoft yfir sýningarbás á tæknisýningu á Spáni. Í gegnum tíðina hefur félagið greitt ESB himinháar sektir vegna samkeppnisbrota. AFP

Til að reyna að komast hjá sekt frá evrópskum samkeppnisyfirvöldum hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft ákveðið að aðgreina spjall- og myndsímtalaforritið Teams frá öðrum Office-hugbúnaði. Mun Teams því verða selt og markaðssett sem sjálfstæð vara á heimsvísu, en Microsoft hafði þegar tekið það skref í ágúst síðastliðnum að gera Teams að aðskilinni vöru á Evrópumarkaði.

Að sögn Reuters hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins haft Office og Teams í sigtinu eftir að kvörtun barst frá forsvarsmönnum spjallforritsins Slack sem hafði náð ágætis útbreiðslu innan atvinnulífsins áður en Teams kom til sögunnar. Náði spjallkerfi Microsoft fljótt yfirburðastöðu á markaðinum en Teams var bætt við Office-pakkann árið 2017 og kom í stað samskiptaforritsins Skype for Business. Í kórónuveirufaraldrinum jókst notkun Teams til muna og halda keppinautar Microsoft því fram að það hafi veitt félaginu ósanngjarnt forskot að hafa tvinnað saman spjallforritið og önnur skrifstofuforrit.

Er haft eftir talsmanni Microsoft að með því að gera Teams að sjálfstæðri vöru á heimsvísu sé verið að koma til móts við alþjóðleg fyrirtæki sem gætu þurft að staðla hugbúnaðarkaup sín fyrir starfsstöðvar á ólíkum markaðssvæðum.

Talið er sennilegt að með þessu sé Microsoft ekki laust allra mála en keppinautar hafa bæði kvartað yfir gjaldskrá félagsins og þeim eiginleika Teams að virka hnökralaust með öðrum skrifstofuhugbúnaði sem félagið selur. Ef sýnt þykir að Microsoft hafi brotið evrópsk samkeppnislög gæti félagið þurft að sæta sekt sem næmi allt að 10% af veltu félagsins á heimsvísu. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK