Trump tapar einum milljarði dala

Truth Social samfélagsmiðill Donalds Trumps, hefur verið að missa notendur …
Truth Social samfélagsmiðill Donalds Trumps, hefur verið að missa notendur og brenna peningum. AFP

Auður Donalds Trumps skrapp saman um einn milljarð bandaríkjadala eftir að hlutbréf í Trump Media & Technology Group lækkaði um 20%. En fyrirtækið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir tæpri viku síðan.

BBC greinir frá þessu á vefsíðu sinni. 

Þá segir í fréttinni að lækkunin kemur eftir Trump Media, sem heldur utan um samfélagsmiðilinn Truth Social, greindi frá því að það hefði tapað tæpum 60 milljónum dala á síðasta ári og á sama tíma haft aðeins 4 milljónir dala í tekjur. Verðfallið olli því að eign Trumps dróst saman eins og fyrr segir um einn milljarð dala.

Missir notendur og brennir peningum

Þá er greint frá því að eftir skarpar hlutabréfa hækkanir var fyrirtækið í síðustu viku metið á 11 milljarða dollara. Sérfræðingar þar ytra höfðu varað við því að bréfin hlytu að falla, þar sem aðaleign þess, samfélagsmiðilinn Truth Social, væri bæði að missa notendur og brenna peningum. Miðilinn aflar sér eingöngu tekna með auglýsingum. Á mándaginn lækkuðu hlutabréf Trump Media um 13,30 dali í 48,66 dali eftir að hafa hækkað um næstum 200% það sem af er ári.

Trump, eins og kunnugt er, var meðal stofnenda Truth Social snemma árs 2022, eftir að samfélagsmiðlanir Facebook og Twitter, bönnuðu hann í kjölfar árása stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið í janúar árinu áður. Þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt heldur Trump sig að mestu leyti á Truth Social.

Öllum líkindum Jarm-hlutabréf

Að mati greinenda þar ytra svipaði hækkunin til svokallaðra jarm-hlutabréfa (e. meme stock). Heitið kom til þegar hlutabréf í fyrirtækjum eins og Game Stop og AMC ruku upp í Covid, þrátt fyrir veikan rekstur og litlar tekjur. Jarm-hlutabréf öðlast virði sitt með vinsældum á samfélagsmiðlum sem veldur hækkun hlutabréfa þegar fjárfestar flykkjast til að kaupa þau.

Hækkunin mun hafa verið knúin áfram af einkafjárfestum, sem margir hverjir kaupa bréfin til þess að styðja Trump fjárhagslega, vegna þeirra fjölmörgu dómsmála sem hafa verið höfðuð gegn honum. Trump fer með 60% eignarhlut í fyrirtækinu og á von á því að græða milljarða dollara þegar hann selur, en samkvæmt reglum má hann ekki gera það fyrr en eftir sex mánuði nema stjórn fyrirtækisins veitir honum undanþágu, segir enn fremur í frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka