Upplýsingagjöf ófullnægjandi og rökstuðningur rýr

Bankasýsla ríkisins gagnrýnir Landsbankann.
Bankasýsla ríkisins gagnrýnir Landsbankann. Samsett mynd

Bankasýsla ríkisins segir í skýrslu varðandi kaup Landsbankans á hlutafé í TM að upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslunnar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins.

Þá hafi þau ekki með þeim formlega hætti sem áður hafi verið viðhafður, ólíkt
upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023.

Þetta kemur fram í viðbrögðum Bankasýslu ríkisins við greinargerð Landsbankans hf. um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf., ákvörðun um tilnefningar í bankaráð og næstu skref.

Bankasýsla ríkisins hefur jafnframt sent fjármála- og efnahagsráðherra bréf í dag sem svar við bréfum ráðherra dags. 18. mars og 5. apríl sl. varðandi tilboð Landsbankans hf. á öllu hlutafé Kviku banka hf. í TM tryggingum hf.

Þar segir enn fremur, að tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki standi til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar.

Bankasýslan telur rökstuðning Landsbankans fyrir viðskiptunum rýran og þá sérstaklega varðandi möguleg samlegðaráhrif.

Megin niðurstöður skýrslunnar eru þær að Bankasýsla ríkisins telur að:

  • Upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá voru þau ekki með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023.
  • Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari var gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. • Tilboðið hafi ekki verið í samræmi við stefnu stjórnvalda, eins og hún birtist í eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá febrúar 2020 og sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá nóvember 2021.
  • Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform. 
  • Bankasýsla ríkisins var grunlaus um að bankaráðið myndi ákveða að gera skuldbindandi tilboð þann 15. mars sl.
    i. án þess að Bankasýsla ríkisins væri fyrirfram upplýst,
    ii. gegn yfirlýstum vilja ráðherra,
    iii. án fyrirvara um samþykki hluthafa.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK