Íbúðaeigendur enda með neikvætt eigið fé

Þórkatla miðar við 95% af brunabótamati en fasteignaeigendur hafa verið …
Þórkatla miðar við 95% af brunabótamati en fasteignaeigendur hafa verið hvattir til að láta endurmeta matið við umsóknarferli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Þorbjörnsson, löggiltur fasteignasali í Grindavík, segir mörg dæmi um að fasteignaeigendur í Grindavík sitji uppi með neikvætt eigið fé í eign sinni. Fyrir vikið þurfi að endurskoða aðstoð ríkisins til þessa hóps.

Sem kunnugt er var fasteignafélaginu Þórkötlu komið á fót til að kaupa fasteignir af Grindvíkingum í kjölfar jarðhræringa og eldgosa.

Þórkatla miðar við 95% af brunabótamati en fasteignaeigendur hafa verið hvattir til að láta endurmeta matið við umsóknarferli.

Þá til dæmis ef húsnæðið hafi verið stækkað eða endurbætt en það ekki endurspeglast í brunabótamati.

Geta ekki keypt

Máli sínu til stuðnings tekur Páll dæmi af íbúðaeigendum í Grindavík sem sitji jafnvel uppi með neikvætt eigið fé í eign sinni og geti því ekki keypt aðra fasteign í staðinn í Reykjanesbæ eða öðrum nágrannasveitarfélögum.

Eitt dæmið sé íbúð í nýbyggingu sem afhent var í fyrra. Ásett verð var 51,9 milljónir króna en brunabótamatið 43,8 milljónir.

Þórkatla greiði 95% af brunabótamatinu eða 41,61 milljón króna. Fyrir vikið sé um 10 milljóna króna munur á ásettu verði og því sem Þórkatla greiðir.

Fasteignamat eignarinnar sé 49,9 milljónir. „Þessir aðilar eru að tapa dýrmætu eigin fé en eignin hefði selst samdægurs síðasta sumar,“ segir Páll.

Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK