Sigurður Örn til liðs við Play

Sigurður á að baki langan feril í flugrekstri.
Sigurður á að baki langan feril í flugrekstri. Samsett mynd

Sigurður Örn Ágústsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Áður starfaði hann meðal annars sem forstjóri fraktflugfélagsins Bláfugls.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Viðskiptaþróunarsviðið er nýtt svið hjá Play en Sigurður mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins.

Sigurður var áður forstjóri og stjórnarformaður Bláfugls ásamt því að sitja í stjórn Avion Express.

Þá kemur fram í tilkynningunni að hann hafi átt stóran þátt í samningaviðræðum og undirbúningi nokkurra stórra fyrirtækjakaupa fyrir Avia Solutions Group, þar með talið Avion Express, SmartLynx og Bláfugl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK