Skrítin menning í bankanum

Tryggvi segir trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórnar Bankasýslunnar og bankaráðs …
Tryggvi segir trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórnar Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bankaráð Landsbankans ákvað að ráðast í útgáfu skuldabréfs til þess að fjármagna kaup bankans á TM.

Það var eina leiðin til að fjármagna kaupin án þess að bera þau undir eigendur hans, m.a. ríkissjóð sem fer með 98,2% hlut í honum. Tryggvi Pálsson, formaður Bankasýslu ríkisins, segir þetta með „ólíkindum“.

Í ítarlegu viðtali í Dagmálum spyr hann sig hvort nýtt viðkvæði sé nú uppi: „Ég á þetta ekki, ég má þetta,“ með beinni vísan í orðatiltæki sem varð vinsælt á árunum fyrir hrun og útlagðist sem „ég á þetta, ég má þetta.“

Tryggvi segir trúnaðarbrest hafa orðið milli stjórnar Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans. Því verður skipt út í heild sinni í lok vikunnar og nýtt tekur við. Tryggvi segir það bíða nýs bankaráðs að vinna úr þeirri flækju sem upp er komin eftir að Landsbankinn keypti TM í trássi við vilja eiganda bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK