Kynna fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni

Teikning af fyrirhuguðu hóteli.
Teikning af fyrirhuguðu hóteli. Tölvuteiknuð mynd/Aðsend

Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri undir merkum Curio Collection by Hilton. Er þetta gert í samstarfi við Bohemian Hotels ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bohemian Hotels.

Fram kemur að einnig muni nýtt hótel opna í Reykjavík undir merkjum Hilton.

„Bohemian Hotels ehf., í samstarfi við Hilton, tilkynnir með stolti undirritun tímamótasamnings um byggingu og rekstur tveggja hágæða hótela á Íslandi. Þessir samningar marka ákveðin tímamót í hótelgeiranum á Íslandi og færa Akureyri gistingu og þægindi á heimsmælikvarða til jafns við Reykjavík.“

Rís í hjarta miðbæjarins

Þá kemur fram að „Skáld“ Hótel Akureyri, Curio Collection by Hilton, muni rísa í hjarta miðbæjar Akureyrar. Stefnt er að opnun sumarið 2025 og mun „Skáld“ Hótel Akureyri bjóða upp á 70 herbergi. Verður með hótelinu lögð áhersla á samfélag og menningu, að því er segir í tilkynningu.

„Samningurinn við Hilton nær einnig yfir annað hótel, sem staðsett verður við Bríetartún í Reykjavík, og opnar vorið 2026. Það mun bjóða upp á hágæða lífsstílsupplifun undir einu af þekktustu vörumerkjum Hilton. Hótelið er við hliðina á sögufrægu Frímúrarahöllinni steinsnar frá hinu líflega Hlemm svæði, sem hefur verið skipulagt sem miðborgartorg,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK