Nýir stjórnarformenn yfir dótturfélög Orkuveitunnar

Hrund Rudólfsdóttir, nýr stjórnarformaður Veitna
Hrund Rudólfsdóttir, nýr stjórnarformaður Veitna Eggert Jóhannesson

Breytingar urðu á stjórnum dótturfélaga Orkuveitunnar á aðalfundi félagsins í dag.

Hrund Rudólfsdóttir kemur ný inn í stjórn Veitna og tekur við sem formaður stjórnar af Guðrúnu Erlu Jónsdóttur sem tekur sæti Heru Grímsdóttur í stjórninni.
Hrund stýrði Veritas hf í rúmlega áratug og þar á undan var hún framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Marel. Þá gegndi Hrund hlutverki varaformanns Viðskiptaráðs en lét af störfum þar nýlega. Hrund situr í stjórnum Expectus, Nova og Skaga.

Dagný stjórnarformaður Ljósleiðarans

Dagný Hrönn Pétursdóttir tekur við stjórnarformennsku hjá Ljósleiðaranum af Birnu Bragadóttur auk þess sem Vigdís Eva Líndal kemur ný inn í stjórnina fyrir Pálma Símonarson.

Dagný Hrönn Pétursdóttir
Dagný Hrönn Pétursdóttir Eggert Jóhannesson

Dagný Hrönn hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hún starfaði bæði hjá Símanum og Háskólanum í Reykjavík en gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Bláa Lónsins um árabil. Dagný starfaði síðan sem framkæmdastjóri Sky Lagoon í fimm ár og situr í stjórn þess félags auk þess að vera stjórnarformaður Acro verðbréfa.

Ómar og Brynja ný í stjórn

Ómar Svavarsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir koma ný inn í stjórn Orku náttúrunnar í stað Gísla Björns Björnssonar og Ingva Gunnarssonar. Brynja Kolbrún starfar á fjármálasviði Orkuveitunnar.

Ómar Svavarsson, var áður forstjóri Vodafone og Securitas.
Ómar Svavarsson, var áður forstjóri Vodafone og Securitas. mbl.is/Styrmir Kári

Ómar var forstjóri Vodafone og gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá áður en hann tók við sem forstjóri Securitas árið 2017 en lét af störfum þar nú í febrúar. Hann er nýr stjórnarformaður Orku náttúrunnar.

Stjórnir dótturfélaga Orkuveitunnar eru þannig skipaðar:

Stjórn Veitna:
Hrund Rudolfsdóttir, formaður
Ágúst Þorbjörnsson
Ásgeir Westergren
Guðrún Erla Jónsdóttir
Íris Baldursdóttir

Stjórn Ljósleiðarans:
Dagný Hrönn Pétursdóttir, formaður
Gunnar Ingvi Þórisson
Vigdís Eva Líndal
Gísli Björn Björnsson
Áslaug Árnadóttir

Stjórn Orku náttúrunnar:
Helga Jónsdóttir, formaður
Brynja Kolbrún Pétursdóttir
Hólmfríður Sigurðardóttir
Tómas Ingason
Ómar Svavarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK