Alvotech gerir langtíma sölusamning í Bandaríkjunum

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech mbl.is/Kristinn Magnússon

Langtímasamningur hefur náðst við leiðandi innkaupaaðila lyfja í Bandaríkjunum um sölu-og dreifingu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptileika við Humira.

Þetta kemur fram í tilkynningu Alvotech til kauphallarinnar í morgun, en þar segir einnig að með þessum samningi muni útbreiðsla hliðstæðunnar aukast í Bandaríkjunum og aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum.

Þá segir að samningurinn sé nánar tiltekið um sölu og markaðssetningu á adalimumab-ryvk, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni í háum styrk með útskiptanleika við Humira, sem var nýlega samþykkt af Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA).

„Við erum gríðarlega ánægð með þennan samning, en hann er í samræmi við væntingar okkar við  gerð afkomuspár Alvotech fyrir árið 2024. Með þessum samningi mun Alvotech stuðla að auknu aðgengi sjúklinga að hagkvæmari heilbrigðisþjónustu á stærsta lyfjamarkaði heims,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK