Leita í gull og Bitcoin vegna fjárlagahalla vestanhafs

Bitcoin er ein þekktasta rafmynt í heimi.
Bitcoin er ein þekktasta rafmynt í heimi. AFP

​Auknar áhyggjur af ört vaxandi skuldum bandaríska ríkisins eru að hluta til á bak við nýlegar hækkanir á gullverði og rafmyntinni Bitcoin, jafnvel þótt bandaríski skuldabréfamarkaðurinn sé enn sem komið er jákvæður í garð skuldasöfnunar hins opinbera. Reuters-fréttaveitan greinir frá þessu.

Fjárlagahalli Bandaríkjanna jókst um 1.700 milljarða dala á síðasta ári og stefnir í að hann nái 2.600 milljörðum dala árið 2034, samkvæmt fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings. Á sama tíma er reiknað með að opinberar skuldir í eigu almennings þar í landi verði 106% af vergri landsframleiðslu árið 2028 en á síðasta ári stóð hlutfallið í 97%.

Þá segir enn fremur að óheftur vöxtur skulda Bandaríkjanna veki sérstaklega athygli þar sem vaxtagreiðslur taki sífellt stærri skerf af fjárlögum alríkisins. Það gerir að verkum að eftirspurn eykst eftir Bitcoin og gulli, sem oft eru í þessum efnahagslegu kringumstæðum vörn gegn verðbólgu og minnkandi kaupmætti bandaríska gjaldmiðilsins. Það knýr fjárfesta til að úthluta frekari fjármunum í rafmynt eða gull.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK