Oculis kemur í Kauphöllina á morgun

Einar Stefánsson var prófessor í augnlækningum við HÍ þar til …
Einar Stefánsson var prófessor í augnlækningum við HÍ þar til í fyrra. Hann hefur byggt upp fyrirtækið Oculis ásamt Þorsteini Loftssyni. Kristófer Liljar

Bréf líftæknifyrirtækisins Oculis verða tekin við viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar á morgun, þriðjudag.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni í dag kemur fram að Kauphöllin hafi samþykkt að taka bréfin til viðskipta. Rúmlega 45,4 milljónir hluta verða skráðir hér á landi, en félagið er nú þegar skráð á Nasdaq markaðinn í New York.

Nýlega var greint frá því að Oculis hefði sótt sér um átta milljarða króna (um 59 milljónir bandaríkjadala) í hlutafjáraukningu frá fagfjárfestum hér á landi og núverandi hluthöfum. Verðið í hlutafjárútboðinu var $11.75 á hvern hlut. Það fjármagn á að nýta til að efla og hraða klínískum prófunum félagsins og auka við rekstrarfé.

Oculis var upphaflega stofnað á Íslandi  af Dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum og Dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK