Anna Kristín ráðin til atNorth

Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá atNorth.
Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá atNorth.

Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. Hún hefur þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Anna mun leiða vinnu við staðarval, hönnun og afhendingu nýrra gagnavera félagsins á Norðurlöndum.

Anna Kristín kemur til atNorth frá Marel þar sem hún hefur starfað frá árinu 2015. Hjá Marel gegndi hún ýmsum leiðtogastörfum, bæði í Evrópu og Norður- Ameríku. Nú síðast sem framkvæmdastjóri nýsköpunar samhliða því að leiða sölu- og þjónustustarfsemi félagsins sem framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórnum fyrirtækja.

Anna Kristín útskrifaðist með M.Sc. í Global Production Engineering frá Tækniháskólanum í Berlín árið 2015. Þá er hún með B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Haft er eftir Önnu Kristínu í fréttatilkynningu að hún hlakki til að vinna að vexti félagsins með öflugum teymum sérfræðinga á Norðurlöndum og leiða nýsköpun á þessum iðnaði til framtíðar. 

„Skýjalausnir og útreikningar með ofurtölvum eru í mikilli sókn og þarfir viðskiptavina atNorth eru miklar til framtíðar. Þörfin á sjálfbærum lausnum er sömuleiðis aðkallandi og þar getur þjónustuframboð atNorth skipt sköpum,“ er haft eftir Önnu Kristínu.

Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth í fréttatillkynningu að ráðning Önnu Kristínar styrki þróunarsvið atNorth og hjálpi fyrirtækinu að leiða þau mál inn í framtíðina.

„Við bjóðum Önnu Kristínu hjartanlega velkomna í hópinn og hlökkum til samstarfsins við hana. Hún færir okkur mikla reynslu og sérþekkingu jafnt á sviði nýsköpunar og sem leiðtogi innan fyrirtækisins. Vöxtur atNorth er hraður og mikilvægt að hafa skýra sýn og stefnu við þróun þjónustunnar sem tryggir áframhaldandi vöxt og velgengni,“ er haft eftir Eyjólfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK