Atlas Primer og LearnCove á lista Time og Statista

Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer.
Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer.

Menntatæknifyrirtækið Atlas Primer, sem býr til námsumhverfi sem byggist á samræðum við gervigreind sem miðlar námsefni sem hljóði, eins konar gervigreindur einkakennari, hefur verið tilnefnt sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024 af bandaríska tímaritinu TIME og tölfræðifyrirtækinu Statista. Er Atlas Primer númer 160 á listanum af 250 fyrirtækjum.

Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer, segir að tilnefningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess.

„Það er verðmætt að fá svona viðurkenningu,” segir hann og bætir við að um 7.000 fyrirtæki hafi komið til greina en aðeins þau fremstu fengið sæti á listanum, sem inniheldur þekkt fyrirtæki á borð við Quizlet, Udemy og Masterclass og Kahoot!

Stolt af viðurkenningunni

Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi LearnCove, sem einnig er á listanum, í 194. sæti, kveðst sérstaklega stolt af þeirri viðurkenningu sem felst í að vera meðal þeirra bestu á heimsvísu í þessu vali.

Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi LearnCove.
Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi LearnCove.

„Okkar sérstaða felst í að hjálpa fyrirtækjum að halda utan um þjálfun, ferla og úttektir sem er liður í því að efla starfsfólk og mæta kröfum eftirlitsaðila um starfsmannaþjálfun. Þetta er mikil hvatning fyrir teymið okkar til að finna stöðugt nýjar leiðir til þess að auka menntunarstig atvinnulífsins.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK