Bókunarstaðan sambærileg og í fyrra

Fólk bókar utanlandsferðir með meiri fyrirvara en áður.
Fólk bókar utanlandsferðir með meiri fyrirvara en áður. Wikipedia

Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja bókunarstöðu Íslendinga í ferðir til útlanda í sumar með svipuðum hætti og á síðasta ári.

Andrés Jónsson, forstöðumaður hjá Icelandair Vita, segir bókunarstöðuna sambærilega því sem hún var á sama tíma í fyrra.

„Sumarið lítur mjög vel út hjá okkur og eftirspurnin í takt við í fyrra. Fólk ráðstafar ferðalögum ofarlega á listann,“ segir Andrés. Bæði borgarferðir og sólarlandaferðir njóti mikilla vinsælda.

Standa fyrir sínu

„Tenerife, Alicante, Madeira, Calpe, Costa Brava, Salou og Gran Canaria standa fyrir sínu með frábæru úrvali á gistingu en Ítalía er einnig vinsæl og borgarferðir bæði með og án fararstjóra eru eftirsóttar. Golfferðirnar okkar á vegum Peters Salmons eru vinsælar í vor og haust. Við höfum einnig fengið frábær viðbrögð varðandi siglingaferðirnar okkar. Síðan höfum við fengið góð viðbrögð við tónleikaferðum sem við höfum verið með,“ segir Andrés.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK