Eyjólfur Árni endurkjörinn formaður SA

Eyjólfur verður áfram formaður Samtaka atvinnulífsins.
Eyjólfur verður áfram formaður Samtaka atvinnulífsins. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Eyjólfur Árni Rafnsson var í dag endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) með 96,45% greiddra atkvæða.

Aðalfundur SA fór fram í dag í Húsi atvinnulífsins en kosningin fór fram rafrænt í aðdraganda fundarins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SA.

Fimm nýir stjórnarmenn

Nokkrir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn SA og voru það þau Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri KS, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. og Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar.

Eyjólfur Árni, formaður SA, ávarpaði fundargesti á aðalfundinum.

„Þegar vextir lækka skapast betri skilyrði fyrir fyrirtækin til að ráðast í fjárfestingar, endurnýja tækjabúnað og efla vöruþróun, nýsköpun og markaðssókn. Það er eina leiðin til að tryggja betri lífskjör hér á landi og til að halda í við nágrannaþjóðir okkar.

Augljóst er að lægri vextir hafa jákvæð áhrif á heimilisbókhald fjölskyldna og að þessu leyti er fólkið í landinu og fyrirtækin í sama báti. Þessir sameiginlegu hagsmunir skiptu öllu máli við gerð Stöðugleikasamningsins,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK