Lætur af störfum sem framkvæmdastjóri

Hermann Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Myllunnar-Ora.
Hermann Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Myllunnar-Ora. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hermann Stefánsson og stjórn Myllunnar-Ora ehf., hafa komist að samkomulagi um að Hermann láti af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins. Í tilkynningu frá stjórn Myllunnar-Ora segir að Hermann hafi leitt félagið á miklum umbreytingartímum síðastliðin sex ár. 

Myllan-Ora, sem hét áður ÍSAM ehf., á og rekur matvælaframleiðslu undir merkjum Myllunnar, Kexsmiðjunnar, Frón og Ora.

ÍSAM heildsala er nú hluti af ÓJ&K-ÍSAM ehf., sem sér um sölu á Ora og Frón vörum. 

Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Myllunnar-Ora, mun fyrir hönd stjórnar, ásamt Kristjáni Theódórssyni, framkvæmdastjóra framleiðslu Myllunnar, annast framkvæmdastjórn félagsins þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK