Ferðamaður sé ekki það sama og ferðamaður

Í hagspá Arion banka segir að ferðamaður sé ekki það sama og ferðamaður og sóknartækifæri séu í að auka tekjur á hvern ferðamann.

Lilja Sólveig Kro, hagfræðingur í Arion greiningu, og Hjalti Óskarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, eru gestir í þættinum Dagmálum sem sýndur er á mbl.is í dag.

Lilja segir að áhugavert sé að hve miklu leiti umræðan hér á landi snúist um fjölda ferðamanna þegar það skipti meira máli hvers konar ferðamenn við fáum hingað til lands. Hún segir vera marktækan mun eftir flugfélögum hvernig ferðamenn við faúm til landsins það er að segja hversu lengi þeir dvelja og hversu miklu þeir eyða.

„Það er augljóst ef við fáum bakpokaferðamenn hingað til lands sem er með nesti þá er hann ekki að fara að skilja neitt eftir sig hér á landinu. Þannig þetta skiptir máli og getur verið heil loðnuvertíð til eða frá hvernig ferðamenn við fáum hingað,“ segir Lilja og bætir við að mikil verðmæti séu fólgin í að fá ferðamenn til landsins sem skilja mikið eftir sig.

Lilja Kro, hagfræðingur hjá Arion greiningu
Lilja Kro, hagfræðingur hjá Arion greiningu

„Þetta er takmörkuð auðlins og væri gott ef við gætum nýtt hana betur. Sumarið er alltaf uppbókað svo gott væri ef við gætum fengið til okkar ferðamenn sem nenna að vera hér á veturna. Sóknarfærin eru mörg,“ segir Lilja

Spá 2,3 milljónum ferðamanna í ár

Landsbankinn spáir því að 2,3 milljónir ferðamanna komi hingað til lands í ár.
Hjalti segir að flugframboð og bókunarstaða bendi til þess en þó verði að hafa í huga að fjöldinn skipti ekki öllu máli.

„Árið í fyrra var metár á flesta mælikvarða þó fjöldinn hafi ekki verið mikill. Við gerum ráð fyrir vexti í ferðaþjónustunni á þessu ári en árið í ár byrjar hægar en síðasta ár. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvernig árið lítur út í ferðaþjónustunni,“ segir Hjalti.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK