Marinó Örn og Atli Rafn stofna félag

Marinó Örn Tryggvason og Atli Rafn Björnsson hafa stofnað saman …
Marinó Örn Tryggvason og Atli Rafn Björnsson hafa stofnað saman félagið ARMA Advisory. Nafngift félagsins er einföld þar sem vísað er til nafna beggja stofnenda.

Marinó Örn Tryggvason, fv. forstjóri Kviku banka, og Atli Rafn Björnsson, fv. yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, hafa stofnað saman félagið ARMA Advisory. Þetta staðfesta þeir í samtali við ViðskiptaMoggann.

Þeir Atli Rafn og Marinó Örn eiga báðir langan starfsferil að baki á fjármálamarkaði.

Nýta þekkingu og reynslu

Marinó Örn og Atli Rafn segja að með stofnun ARMA hyggist þeir nýta þekkingu sína og reynslu við að veita félögum og fjárfestum ráðgjöf tengda viðskiptum með áherslu á kaup og sölu fyrirtækja og öflun fjármagns. Aðspurðir segja þeir að það komi vel til greina að fá starfsfólk til liðs við félagið og jafnvel útvíkka starfsemina síðar.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka