Mikilvægt að verja tæknina

Guðmundur Fertram, forstjóri Kerecis, segir sitt fyrsta verk hafa verið …
Guðmundur Fertram, forstjóri Kerecis, segir sitt fyrsta verk hafa verið að fá einkaleyfi á uppfinningu sinni. Kristinn Magnússon

„Einkaleyfin eru mikill drifkraftur og vörn gagnvart stórum fyrirtækjum. Margir halda að slík leyfi séu bara tól fyrir stórfyrirtæki til að halda litlum fyrirtækjum niðri. Að minni reynslu virka þau á hinn veginn og eru í raun besta vörn í heimi til að verja lítil fyrirtæki og þeirra hugmyndir.“

Þetta segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, í samtali við ViðskiptaMoggann. Tilefnið er erindi hans á nýsköpunarviku um mikilvægi einkaleyfa í nýsköpun. Guðmundur var tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna, sem Evrópska einkaleyfisstofan (EPO) veitir, eins og Morgunblaðið fjallað um í síðustu viku.

Fiskroð hjálpa sárum að gróa

Tilnefninguna hlýtur Guðmundur fyrir þá uppfinningu sína að nota fiskroð til að hjálpa sárum að gróa hratt og vel vegna sykursýki, bruna eða skurðaðgerða. Kerecis varð sem kunnugt er eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar þegar danska lækningavörufyrirtækið Coloplast festi kaup á félaginu fyrir tæpa 180 milljarða króna í fyrrasumar.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka