Nokkrar breytingar á stjórn FKA

Stjórn FKA frá vinstri neðri röð: Andrea Ýr Jónsdóttir, ritari …
Stjórn FKA frá vinstri neðri röð: Andrea Ýr Jónsdóttir, ritari FKA, Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, Jasmina Vajzovic Crnac, varakona í stjórn FKA. Efri röð frá vinstri: Guna Mežule, varakona í stjórn FKA, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, ritari FKA, Sandra Yunhong She, varakona í stjórn FKA, Guðrún Gunnarsdóttir, varaformaður FKA, Helga Björg Steinþórsdóttir, Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Grace Achieng. Mynd/Silla Páls

Nokkrar breytingar urðu á stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) í kjölfar aðalfundar félagsins sem haldinn var fyrir helgi.

Unnur Elva Arnardóttur, forstöðumaður hjá Skeljungi, er áfram formaður félagsins. Andrea Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsulausna og hjúkrunarfræðingur, var sjálfkjörin ritari FKA, Guðrún Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fastus, var endurkjörin varaformaður og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Gæludýr, var kjörin gjaldkeri.

Þá var Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar, einnig kjörin í stjórn en Grace Achieng, stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic, og Helga Björg Steinþórsdóttir, stofnandi og meðeigandi AwareGO, hefja sitt seinna ár í stjórn félagsins.

Dóra Eyland hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og Bergrún Lilja Sigurjónsdóttur, sviðstjóri hjá Vinnueftirlitinu, viku úr stjórn en þær gáfu ekki kost á sér.

„Við kynntum stjórnir nefnda á fundinum, glæsilega fulltrúa sex nefnda félagsins fyrir næsta starfsár,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, í tilkynningu.

„Ráðin fara á flug í haust, félagið hefur aldrei verið stærra, hreyfiaflsverkefnin okkar hafa sannarlega sprungið út, landsbyggðadeildum fjölgar og Austurland er nýjasta landsbyggðadeildin.“

Fram kemur að opnunarviðburður FKA verður haldinn 5. September nk. en fjölmargir viðburðir á vegum félagsins verð haldnir á næstunni. Má nefna Uppskeruhátíð, aðalfund og fyrirtækjakynningar Atvinnurekenda AUÐS, aðalfund FKA Framtíðar, ganga með Platínuhópi FKA og margt fleira.

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðstjóri hjá Vinnueftirlitinu og fráfarandi stjórnarkona FKA, …
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðstjóri hjá Vinnueftirlitinu og fráfarandi stjórnarkona FKA, var fundarstjóri. Mynd/Silla Páls
Aníka Rós Pálsdóttir, Dóra Eyland, fráfarandi stjórnarkona FKA, Stella I. …
Aníka Rós Pálsdóttir, Dóra Eyland, fráfarandi stjórnarkona FKA, Stella I. Leifsdóttir Nielsen, Ragnheiður Aradóttir og Erna Arnardóttir. Mynd/Silla Páls
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, og Kjörstjórn FKA 2024. Frá vinstri: …
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, og Kjörstjórn FKA 2024. Frá vinstri: Rakel Jensdóttur, ritari aðalfundar, Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter, Fjóla Friðriksdóttir, formaður nefndar, Sunna Rós Þorsteinsdóttir og Iðunn Kristín Grétarsdóttir. Mynd/Silla Páls
Hanna Gunnlaugsdóttir, formaður afmælisnefndar FKA, með stórglæsilegar afmælisvarning FKA í …
Hanna Gunnlaugsdóttir, formaður afmælisnefndar FKA, með stórglæsilegar afmælisvarning FKA í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Mynd/Silla Páls
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK