Sumarið muni ekki slá nein met

Forsvarsmenn þriggja bílaleiga sjá allir fram á minni framlegð og …
Forsvarsmenn þriggja bílaleiga sjá allir fram á minni framlegð og styttri leigutíma hjá ferðamönnum í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Forsvarsmenn þriggja bílaleiga eru sammála um að sumarið í ár verði ekki eins gjöfult og undanfarin sumur. Til að mynda breyttist rekstrarumhverfi þeirra í byrjun ársins þegar kílómetragjald var sett á notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða, sem á að endurspegla notkun á vegasamgöngum.

Eigendur slíkra bifreiða, þ.m.t. bílaleigur, þurfa að greiða sex krónur fyrir hvern ekinn kílómetra en tvær fyrir tengiltvinnbifreiðar.

Margvíslegar athugasemdir

Bílaleigurnar gerðu margvíslegar athugasemdir m.a. við flókna útfærslu á innheimtu gjaldsins, hve skammur fyrirvarinn var sem þeim var gefinn og erfiðleika við að setja gjaldið út í verðlagið, eins og Morgunblaðið fjallaði um skömmu fyrir áramót.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka