Hagnaður Brims dróst saman

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir að bolfiskveiðar og vinnsla Brims hafi gengið vel á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru gæftir erfiðar á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Kolmunnaveiðin gekk ágætlega en loðnubresturinn hafði mikil áhrif á afkomu félagsins á þessum ársfjórðungi. Afkoman er þess vegna áþekk því á þeim árum þegar lítið sem ekkert hefur veiðst af loðnu.

Það skýrir að miklu leyti að hagnaður félagsins á tímabilinu dróst saman, en Brim hagnaðist á fyrsta ársfjórðungi um 4,5 milljónir evra, samanborið við 18,9 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir(EBITA) var 12 milljónir evra eða 12,8% af rekstrartekjum, en var 29 milljónir evra eða 25,7% árið áður.

Kaupir frystitogara

Brim tilkynnti að félagið hefði dag gengið frá samkomulagi um kaup á frystitogaranum Ilivileq frá Arctic Prime Fisheries í Grænlandi fyrir 55 milljónir evra. Togarinn mun styrkja frekar bolfiskveiðar félagsins en þær og vinnsla þeirra var eins og félagið reiknaði með á árinu. Afurðaverð hækkaði á sjófrystum afurðum en verð á landfrystum afurðum stóð í stað.

Óvissa með raforku

Þættir sem hafa breytt rekstarforsendum Brims hérna heima er að raforka til knýja fiskimjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði yrði ekki fáanleg.

„Það kom okkur í opna skjöldu að við þyrftum að gera langtímasamninga um raforkukaup til að tryggja þá raforku sem við þyrftum. Ekki hvarflaði að okkur þegar Brim á sínum tíma fjárfestum í búnaði til að knýja fiskmjölsverksmiðju okkar með rafmagni, að í framtíðinni yrði búið að selja það mikla raforku í langtímasamninga við stórnotendur að orkan yrði uppseld og ófáanleg," er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK