Ráða fjármálaráðgjafa fyrir útboð í Íslandsbanka

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála-og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Arctica Finance hf. sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa til að veita þjónustu og ráðgjöf varðandi skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þar segir að útboð verði opin bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum í skilningi laga um markaði um fjármálagerninga.

„Fyrirvari er um að samningur aðila um fyrrgreinda þjónustu muni falla niður ef frumvarp um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka verður ekki að lögum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK