Tæplega þriðjungur kaupir föt á netinu

Þeir sem versla föt á netinu kaupa þau langoftast af …
Þeir sem versla föt á netinu kaupa þau langoftast af erlendum verslunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega þriðjungur Íslendinga kaupir föt á netinu. Þá kaupa Íslendinga fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem bjóða upp á netverslun.

Íslendingar kaupa jafnmikið í innlendri netverslun af fötum og þeir flytja inn frá Kína.

Rannsóknasetur verslunarinnar segir frá þessu í fréttatilkynningu. Þar er bent á að Íslendingar séu oft hinir bærilegustu neytendur sama hvað gengur á í þjóðfélaginu.

„Þá sérstaklega hættum við ekkert að kaupa okkur föt eða skó,“ segir í tilkynningunni. Það sé gömul mýta og ný að Íslendingar séu alveg hættir að fara út í búð og kaupi frekar allt á netinu.

„Það er þó alls ekki þannig, yngri kynslóðin er kannski komin með þann vana en stundum þurfum við bara að fara út í búð og máta.“

Fatnaður eða skór nær helmingur innflutnings

Tæplega þriðjungur Íslendinga kaupir föt og skó á netinu á meðan hinir gera sér ferð út í búð og borga í posa, að sögn rannsóknarsetursins.

Þó tæplega þriðjungur Íslendinga kaupi föt á netinu að þá kaupa þeir fjórfalt meira af fötum í erlendri netverslun en af íslenskum fataverslunarfyrirtækjum sem að bjóða upp á netverslun.

45,5% hluta sem einstaklingar flytja inn eru föt eða skór.

Íslendingar keyptu jafnmikið í netverslun við innlend fataverslunarfyrirtæki og þeir fengu sent af fötum frá Kína á árinu 2023, eða 3,7 milljarða króna. Bretland, Bandaríkin, Víetnam og Holland koma svo fast á hæla Kína í keppninni um vinsæl lönd sem senda okkur föt eftir pantanir okkar í erlendri netverslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK