Hildur gengur til liðs við Gott og gilt

Hildur B Hannesdóttir gengur til liðs við Gott og gilt.
Hildur B Hannesdóttir gengur til liðs við Gott og gilt. Ljósmynd/Gott og gilt

Hildur B Hannesdóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafateymi Gott og gilt.

Hildur kemur til Gott og gilt frá Flugleiðsögufyrirtækinu Isavia ANS þar sem hún starfaði sem öryggis- og gæðastjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gott og gilt. 

Hún hefur mikla reynslu af mótun og viðhaldi stjórnunarkerfa hvort sem er fyrir öryggi, gæði eða vernd. Hildur býr jafnframt yfir mikilli þekkingu á CSRD reglugerð um birtingu sjálfbærniupplýsinga og þeim kröfum sem gerðar eru til skýrslu stjórnenda fyrirtækja á því sviði.

Aðstoðar fyrirtæki við gerð stjórnunarkerfa

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Hildi til liðs við okkur. Hún býr yfir umfangsmikilli
þekkingu og reynslu sem mun styrkja enn frekar þá ráðgjöf og þjónustu sem við bjóðum,“ er haft eftir Sigurði Ólafssyni, eiganda Gott og gilt, í tilkynningunni. 

Hildur B. Hannesdóttir
„Ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem bíða mín hjá Gott og gilt. Ég mun leggja áherslu á að aðstoða fyrirtæki við gerð og viðhald stjórnunarkerfa hvort sem þau eru tilkomin vegna reglugerðarkrafna eða byggja á stöðlum og leiðbeiningum staðfestum af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO),“ er haft eftir Hildi í tilkynningunni. 

Sérþekking Hildar bætist í teymið

Gott og gilt hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga sem veita m.a. ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðsstjórnunar, túlkunar á kjarasamningum og vinnulöggjöf, launagreiningum og undirbúningi fyrirtækja fyrir jafnlaunavottun. Nú bætist við sérþekking sem Hildur kemur með inn í teymið, segir í tilkynningunni. 

„Ráðgjafar Gott og gilt búa allir að langri reynslu og þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og leggja áherslu á skilvirkar leiðir að árangri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK