Ölgerðin leggur til 1,4 milljarða arðgreiðslu

Stjórn Ölgerðarinnar leggur til arðgreiðslur.
Stjórn Ölgerðarinnar leggur til arðgreiðslur. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lagt var til á aðalfundi Ölgerðarinnar í síðustu viku greiddir verði 1,4 milljarðar króna í arð til hluthafa.

Verði tillaga stjórnarinnar samþykkt munu hluthafar fá í sinn hlut arðgreiðslur í hlutfalli við eignarhlut í fyrirtækinu.

Þá var einnig samþykkt á fundinum að greiða almennum stjórnarmönnum 415.000 í mánaðarleg stjórnarlaun. Mánaðarleg stjórnarlaun formanns verða hins vegar 830.000 krónur á mánuði en varaformanns 550.000 krónur á mánuði.

Í stjórninni sitja Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður, Magnús Árnason, varaformaður, Gerður Huld Arinbjarnardóttir, Rannveig Eir Einarsdóttir og Sigríður Elín Sigfúsdóttir.

Tvö stærstu félögin í eigu hjóna 

Stærstu hluthafar í Ölgerðinni er Bóksal ehf, Sindrandi ehf, Lífeyrissjóður Verslunarmanna, OA eignarhaldsfélag og Gildi lífeyrissjóður. 

Bogi Þór Siguroddsson er hér fremstur á myndinni.
Bogi Þór Siguroddsson er hér fremstur á myndinni. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Fjárfestingafélagið Bóksal er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur.

Bóksal er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Sindranda ehf., sem einnig er í eigu hjónanna en þessi tvö félög eru stærstu hluthafarnir í Ölgerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK