Hópuppsögn hjá Icelandair

Icelandair hefur í dag sagt upp töluverðum fjölda starfsmanna sinna. Ekki liggur fyrir hversu mörgum hefur verið sagt upp, en samkvæmt heimildum mbl.is er uppsögnum ekki lokið. Enn er verið að ræða við starfsfólk sem sagt verður upp í hagræðingaraðgerðum félagsins.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Icelandair, vildi í samtali við mbl.is ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

„Dagurinn í dag er erfiður, en af virðingu við starfsfólk félagsins getum við ekki tjáð okkur nánar um málið að svo stöddu,“ segir Ásdís Ýr.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is ná uppsagnir til starfsmanna í öllum deildum, þó minna til flugáhafna, og líka til millistjórnenda.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur áður sagt, meðal annars á nýlegum ársfundi félagsins, að kostnaður við rekstur félagsins væri sífellt til endurskoðunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK