Hærri farþegatölur hjá Play

Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maímánuði.
Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maímánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí, sem er 14% aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. 

Í tilkynningu frá Play segir að sætanýting í maí hafi verið 86,4%, samanborið við 84,8% í maí í fyrra og flugfélagið haldi því áfram að auka sætanýtingu.

„Af þeim farþegum sem flugu með Play í maí 2024, voru 29,9% á leið frá Íslandi, 22,4% voru á leið til Íslands og 47,7% voru tengifarþegar (VIA). Í maí var því mikið um ferðalög frá Íslandi og stöðug eftirspurn eftir tengiflugi yfir Atlantshafið. Eftirspurn eftir flugi til Íslands er jafnan minni í maí en niðurstöður mánaðarins sýna sveigjanleikann í leiðakerfi PLAY til að bregðast við árstíðarbundnum sveiflum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fram kemur að Play hafi aukið samstarf sitt við flugleitarvefinn Dohop með opnun Play Connect. Þannig muni markaðssvæði Play stækka enn frekar þegar farþegar flugfélagsins geta keypt tengiflug frá áfangastöðum Play með öðrum flugfélögum í einni bókun

Fyrst flugfélögin til að ganga í þetta samstarf við Play eru Norwegian, Azores Airlínes og Sky Express, en von er á samstarfi við fleiri flugfélög. 

Náðum viðunandi niðurstöðu í maí

„Við náðum mjög viðunandi niðurstöðu í maí. Enn sjáum við farþegatölur hækka og sætanýtingu aukast hjá okkur þrátt fyrir aukið framboð. Þetta eru jákvæð teikn en við viljum gera betur á komandi mánuðum sem er sumarvertíðin sjálf, og við erum staðráðin í að gera það,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK