c

Pistlar:

9. apríl 2018 kl. 10:19

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Raforkuþörf talin aukast um 9% fram til 2025

Raforkuþörf á Íslandi eykst lík­lega um u.þ.b. 1,7 TWst á tíma­bil­inu 2017 og 2025. Sem er um 9% aukn­ing frá þeirri raf­orku­þörf sem var 2017. Þess­ar töl­ur eru sam­kvæmt nýjustu spá Orku­spár­nefnd­ar. Áætl­að er að aukn­ing­in skipt­ist eins og sýnt er í töfl­unni hér fyrir neðan.

Island-raforka-raforkuthorf_2017-2025-Hreyfiafl-2018Þetta er vel að merkja spá um lík­lega þró­un næstu sjö árin. Sú þró­un gæti orð­ið önn­ur. Þarna gæti t.d. sett strik í reikn­ing­inn að nú hef­ur kísil­ver United Sili­con hætt starf­semi, eftir mjög stutt­an rekst­ur. Þar með er sú eftir­spurn far­in. Mögu­lega er þó Lands­virkj­un þeg­ar bú­in að selja megn­ið af kísilorkunni til gagna­vera, en eftir­spurn­in það­an hefur orð­ið heldur meiri eða hrað­ari en bú­ist var við fyr­ir nokkr­um misserum.

Ekki er unnt að full­yrða hvaða áhrif þessar vend­ing­ar með kís­il­ver­ið og gagna­ver­in munu hafa á raf­orku­þörf­ina. En mið­að við töl­ur Orku­spár­nefnd­ar, þ.e. að eft­ir um sjö ár þurfi raf­orku­fram­leiðsla á Ísl­andi að verða um 9% meiri en hún var 2017, er stóra spurn­ing­in kannski hvað­an sú orka á að koma?

Til sam­an­burð­ar má nefna að tal­an 1,7 TWst jafn­gild­ir um tveim­ur og hálfri Hvamms­virkj­un. Um það hvaða virkj­anir eru lík­leg­astar til að mæta þess­ari auknu raf­orku­eftir­spurn verð­ur fjall­að í næstu grein.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira