c

Pistlar:

29. nóvember 2023 kl. 10:06

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hrösun þingmanns

Alla jafnan ættum við ekki að skipta okkur af hrösun fólks. Öllum getur orðið á. Við vitum einnig að dómharka kemur fólki oft í koll síðarmeir. Öðru máli gegnir sé um beint lögbrot að ræða. Svo eru það atvikin sem eru á gráa svæðinu. Þegar lögreglan er jafnvel kölluð til. Eitt slíkt átti sér stað síðastliðið föstudagskvöld þegar lögreglan fjarlægði Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmann Pírata, af veitingastaðnum Kíkí Queer Bar í miðbæ Reykjavíkur.kiki

Nú er það svo að Píratar hafa sjálfir margoft verið mjög dómharðir. Þeir hafa oft stillt sér upp sem siðapostulum og jafnan krafið þess að andstæðingar sínir axli ábyrgð með því að segja af sér. Þess vegna er eðlilegt að fjölmiðlar og almenningur velti fyrir sér hvernig þeir bregðast við núna við þegar eldurinn brennur óvenju heitt á þeim sjálfum.

Það er reyndar ekkert nýtt að Píratar sýni óvenjulega hegðun og má sem dæmi nefna að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður þeirra, var fyrst allra þingmanna í sögu lýðveldisins til að verða ávítt af siðanefnd Alþingis. Fyrirbæris sem Pírötum sjálfum var mjög umhugað um að koma á laggirnar. Vitað er að Þórhildur Sunna lét þessa niðurstöðu sem vind um eyru þjóta. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og forseti borgarstjórnarinnar frá árinu 2018 til 2019, hvað eftir annað vakið athygli fyrir framkomu sína. Til dæmis þegar játaði að hún vildi „lykla“ bíla og nú nýlega þegar hún réðst að Morgunblaðinu og vildi taka opinbera styrki af blaðinu. Allt vegna þess að skrif þess voru henni ekki þóknanleg.

Andspillingaraflið mikla

Frá því er Píratar komu til sögunnar sem stjórnmálaafl hafi þeir líti svo á að Íslandssagan fram að því hafi að mestu verið misheppnuð! Þá er stundum eins og Píratar telji að það búi röng þjóð í landinu enda sé þjóðfélagið hér aldeilis misheppnað. Þetta kann að skýra ákafa þeirra í innflytjendamálum þar sem þeir styðja leynt og ljóst einhverskonar útfærslu á galopnum landamærum. Að landamæraeftirlit verði hreinlega lagt niður og innflutningur fólks af erlendum uppruna verði nánast óheftur og án eftirlits. Hugsanlega býr að baki sú sannfæring að á þann eina hátt verði spillingaröflum Íslands komið fyrir kattarnef! Segja má því að pólitík þeirra sé hættulegri en einstaka hrösun þeirra á skemmtistöðum eins og Kíkí Queer Bar.kiki-logo

Til viðbótar hafa Píratar svo horn í síðu alls valds í landinu. Þeir telja að lögreglan sé verri en glæpamennirnir og saklaus maður sé bara dæmi um mann sem ekki hefur verið rannsakaður nóg. Þannig hefur það verið þegar öðrum þingmönnum verður á. Þá einkennist hegðun Pírata af dómhörku og jafnvel meinfýsn. Þegar Hlerunarmálið svonefnda kom upp var hegðun Pírata fordæmalaus. Þá stilltu meðal annars þau Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson, varaformaður þingflokks Pírata, sér upp við hlið þingmanns Miðflokksins þegar hann var í ræðustól með áberandi skilaboðum, hegðun sem ekki hefur sést áður í þinginu.

Fyrir ári síðan sat Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins undir hörðum ámælum vegna ónærgætnislegra um­mæla sinna um fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna. Sigurður Ingi baðst afsökunar á þeim sem flestir sættu sig við. Ekki þó Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir sem sagði í þingræðu: „Það er ekki nóg að biðjast af­sök­un­ar, orðum verða að fylgja aðgerðir.“ Nú hefur hún sjálf gott tækifæri til að útskýra hvað hún átti við.

Hliðstæða við Hlerunarmálið

Auðvitað blasir við hliðstæðan við Hlerunarmálið þar sem Píratar fóru hamförum í árásum sínum á þingflokk Miðflokksins. Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata og varaformaður forsætisnefndar Alþingis, sótti fast að málið kæmi inn í nefndina. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálaheimspeki, bendir á í færslu á Facebook að bæði málin snúast um þingmenn, sem missa stjórn á sér sakir ölvunar. „Í Klausturmálinu var þó í rauninni ruðst inn á þingmennina, ölvunartal þeirra tekið upp og birt án leyfis (sem er skýrt brot á reglum um friðhelgi einkalífs). Það var miklu alvarlegra brot, myndu margir segja, en sjálft ölvunartalið, sem varla var hægt að taka alvarlega, það var eins og hvert annað raus og aldrei öðrum ætlað. Í Kikimálinu var hins vegar um að ræða þingmann, sem réðst í ölæði á dyraverði og lögregluþjóna, ef marka má fréttir. Einn augljós munur er, að ofbeldi var beinlínis beitt í Kikimálinu,“ skrifar Hannes og bendir á að ungir píratar hafi ályktað í Klausturmálinu um að þingmennirnir, sem við það voru riðnir, yrðu allir að segja af sér (líka þeir, sem ekkert sögðu gróft samkvæmt hinum ólöglegu upptökum). Hvað skyldu ungir píratar álykta í Kikimálinu, spyr Hannes. Til upprifjunar má benda á sú sem tók upp gekk hreint til verks og sýndi einbeittan brotavilja, við öllum blasti að hún var þar ekki af tilviljun.kiki3

Hvað segir siðfræðingurinn?

Auðvitað veltur framhald málsins á viðbrögðum Arndísar Önnu og svo Alþingis og fjölmiðla. Það er augljóst að þingmaðurinn hefur verið margsaga í málinu og flutt sig frá því að vera með ásakanir í garð dyravarða til þess að reyna að biðjast afsökunar. Þessi atburðarrás hefur verið rakin ágætlega í grein í Viljanum á meðan fjölmiðill eins og Heimildin reyndi að snúa málinu upp á leka í lögreglunni! Það er skemmtileg gaslýsing hjá rannsóknarblaðamönnunum, sem beinlínis elska leka!

Til að skerpa á hinni siðferðislegu sýn landsmanna hefur Ríkisútvarpið gjarnan leitað í smiðju vinstrisinnaðra siðfræðinga þegar álitaefni af þessu tagi koma upp. Þar hefur dr. Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, verið öðrum fremri. Hann taldi til dæmis að þingmenn Miðflokksins, sem tóku sér leyfi þegar málið kom upp, ekki eiga afturkvæmt til þingstarfa enda hefðu þeir tapað trúverðugleika sínum. Hvernig metur hann stöðuna núna? Eða lætur hann ekki ná í sig fyrst að þingmaðurinn var ekki hægra megin litrófsins?