Pistlar:

28. maí 2018 kl. 21:58

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Það er þörf á að skipta upp Landsvirkjun!

Í aðsendri grein sem forstjóri Landvirkjunar ritar og birtist í Viðskiptablaðinu 25. maí síðastliðinn og nefnist „Um samkeppni á raforkumörkuðum“ reynir forstjórinn enn á ný að selja þjóðinni þá hugmynd að hlutverk Landsvirkjunar sé að safna peningum í nokkurskonar varasjóð ríkisins og fela alþingismönnum landsins að fara með það fé. Þjóðin hefur aldrei samþykkt þessa ráðstöfun og ekki Alþingi heldur.

Við almenningur í landinu teljum okkur hina réttu eigendur orkuauðlindanna sem hið opinbera gætir fyrir okkar hönd. Þeir stjórnmála menn sem stóðu saman að stofnun Landsvirkjunar á sínum tíma gengu svo frá málum að arður félagsins var notaður til þess að tryggja almenningi örugga orku á hagkvæmu verði. Þannig hefur verðmæti þessara auðlinda verið skilað til almennings í formi lágs orkuverðs. Á þessu urðu síðan umtalsverðar breytingar á síðari tímum. Fyrst með nýjum raforkulögum að Evrópskri fyrirmynd sem innleidd voru árið 2003 og síðan með stefnumörkun núverandi forstjóra sem í raun tók nokkuð skarpa beygju frá stefnumörkun þeirra sem gegndu starfinu á undan honum. Nú á Evrópskur markaður með eldsneyti að ráða för hér á landi en ekki skynsamleg nýting auðlindanna.

Í grein forstjórans sem nefnd er hér að ofan segir „Hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem því er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þetta er ábyrgð sem við tökum alvarlega.“ Þetta er framsetning sem ég held að öll þjóðin (almenningur) geti verið sammála um í grundvallaratriðum. Spurningin er bara hvernig er þeim verðmætum sem auðlindin skilar ráðstafað. Á að greiða stórar summur af arði í ríkissjóð eða láta almenning njóta lægra orkuverðs? 

Það er gleðilegt að fyrirtækið er að komast á þann rekspöl að vera verulega arðbært. Það er einnig rétt að halda því til haga sem forstjórinn réttilega segir, að grundvöllurinn að arðgreiðslum framtíðarinnar hefur ekki verið lagður með verðhækkunum til heimila og smærri fyrirtækja. Á hinn bóginn er það staðreynd að stað þess að nota raforku til bræðslu sjávarfangs er í dag notuð svartolía að verulegu leiti vegna mikilla verðhækkana á raforkuverði til stærri notenda í iðnaði. Er eitthvað vit í því? 

Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að Landsvirkjun er ekki að starfa á samkeppnismarkaði heldur fákeppnismarkaði. Þrátt fyrir að verulegur hluti þeirrar raforku sem Landsvirkjun framleiðir sé seld alþjóðlegum fyrirtækjum og verðlagning orkunnar taki mið af alþjóðlegum markaðsaðstæðum að hluta. Þá er fyrirtækið eftir sem áður fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu á fákeppnismarkaði hvort sem um er að ræða sölu til stórnotenda eða dreifingaraðila á heildsölu- og smásölumarkaði rafmagns innanlands.

Það er rétt í þessu samhengi að rifja hér upp að eðli þess að vera á samkeppnismarkaði er að þar fara fram kaup á sala með þeim hætti að hvorki seljandi eða kaupandi geta haft áhrif með einhliða ákvörðun á verðmyndun. Þessu er ekki til að dreifa á íslenskum raforkumarkaði. Seljandinn, Landsvirkjun hefur ítrekað einhliða hækkað verð og breytt skilmálum á ótryggðri orku. Innlendur iðnaður hefur fengið að kenna ítrekað á þessum fákeppnistilburðum fyrirtækisins sem segist vera í samkeppni.

Eina leiðin til þess að ná fram raunverulegum samkeppnisáhrifum á raforkumarkaði væri því að skipta Landsvirkjun upp. Alþingi hefur ekki enn markað þessu fyrirtæki þjóðarinnar stefnu en það hefur verið í umræðunni upp á síðkastið að hefja þá vinnu. Nýlega var skipaður þverpólitískur starfshópur um orkustefnu fyrir Ísland. Vonandi tekst í kjölfar þeirrar vinnu að setja fram eigendastefnu til lengri tíma.

Stóra pólitíska spurningin sem þarf því að byrja á því að svara er hvort vilja menn markaðsvæða Landsvirkjun að Evrópskri fyrirmynd þar sem eldsneytis verð í Evrópu mundi hafa veruleg áhrif á verð raforku hér. Það er það sem er í spilunum með þriðja orkupakka ESB, Sem jafnan gengur undir nafninu ACER (Agency for the Cooperation of the Energy Regulators) Slíkt mun þýða umtalsvert hærri orkureikninga fyrir alla landsmenn en mögulega hærri arðgreiðslur til ríkissjóðs. Eða vilja menn að fyrirtækið verði áfram nýtt í þágu þjóðarinnar og það nýti styrk sinn til þess að láta landsmenn alla njóta lágs orkuverðs. Slíkt mundi hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samkeppnishæfni allra atvinnugreina. Þetta eru stóru valkostirnir tveir.

Ef áfram verður haldið á braut markaðsvæðingar á raforku í skjóli Evrópskra reglna, þá er óhjákvæmilegt annað en að skipta fyrirtækinu upp. Annars verður aldrei eðlilegur samkeppnismarkaður til staðar.

8. maí 2018

Hlýðin þjóð í vanda

Íslendingar hafa ekki talið sig hlýðna þjóða, að minnsta kosti ekki frá 1918, þegar þjóðin braust undan valdi hins dansks embættisvalds. Það skref hefur þó verið stigið til lítils, ef hið íslenska embættisvald ætlar að færa okkur undir skrifræðið í Brussel með síendurteknu minni háttar valdaafsali upp í eitt stórt. Burtséð frá fyrstu samningunum milli EFTA og ESB hafa orkulögin frá 2003 meira
5. apríl 2018

Auglýsingar og áfengi

Enn á ný er áfengið komið á dagskrá. Helst vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem ályktað hefur að rétt sé að afnema bann á áfengisauglýsingar. Höfundur þessa pistils hefur lengi haft áhuga á þessu efni sem sérfræðingur í markaðsmálum og kynnt sér það vel, m.a. með því að viða að sér þeim vísindagreinum sem ritaðar hafa verið um málefnið og birtar hafa verið í ritrýndum meira
4. mars 2018

Stóru vörumerkin skera niður stafrænar birtingar

Nokkuð merkileg þróun hefur verið að eiga sér stað hjá leiðandi vörumerkjum á neytendamarkaði eins og Procter & Gamble og Unilever, þetta eru jú þau vörumerki sem bera höfuð og herðar yfir önnur í flokknum CPG (Consumer Packaged Goods).  Þessir aðilar eru markvisst að lækka þær upphæðir sem notaðar eru í birtingar á stafrænum miðlum. Ástæðan er að athuganir þeirra og mælingar sýna að meira
28. febrúar 2018

Markaðsmál í ljósi nýrra persónuverndarlaga

Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf en löggjöfin mun taka gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu. Vernd persónuupplýsinga er talinn hluti af EES-samningnum og mun löggjöfin því verða tekin upp í íslensku réttarfari. Rétt er þó að taka fram að löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi meira
7. febrúar 2018

Ofurskálin

Auglýsing Dodge RAM sem sýnd var í frægasta auglýsingatíma heimsins, á sýningartíma Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum, hefur vakið nokkra eftirtekt landsmanna. Þar mátti sjá íslenska víkinga og íslenskt landslag í skemmtilegri framsetningu leikstjórans Joe Pytka. Vörpulegir íslenskir leikarar, íslensk náttúra og víkingaskip.    Margir hafa eðlilega velt fyrir sér hverju þetta skilar. Eða meira
7. september 2017

Um hugsanaskekkju og markaðslegt hugrekki

Ég rakst á grein í Fréttablaðinu í morgun frá framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts sem ég sem markaðsmaður og áhugamaður um markaðsmál hef verið hugsi yfir. Greinin er gott dæmi um hugsanaskekkju varðandi markaðsmál sem virðist nokkuð algeng og maður sér reglulega í viðtölum við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu.  Vandamál sauðfjárbænda eru flestum sem fylgjast með fréttum og þjóðmálum kunn meira
18. ágúst 2017

Samkeppnin á olíumarkaði

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn selur Costco sjötta hvern dropa af bensíni sem seldur er á landinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að hlutdeild heildsölurisans sé með rúmlega 15% á höfðuðborgarsvæðinu. Ljóst er að afkoma olíufélaganna mun að einhverju leiti taka mið af þessari hlutdeildartilfærslu þegar næsta uppgjör verður birt.   Ég eins og eflaust margir meira
7. júlí 2017

Karllæg samgöngustefna Samfylkingar

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ritar í Fréttablaðið pistil í vikunni sem hún kallar „Einokun einkabílsins“. Í þessum pistli heldur Eva því fram að umræður um almenningssamgöngur hafi færst í hægri og vinstri dilka þannig að þeir sem teljast vera með stjórnmálaskoðanir til hægri, telji sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. Eva skrifar einnig: meira
5. júlí 2017

Í hverju liggur markaðssnilldin

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 var í viðtali í helgarblaði DV fyrir skömmu. Þar voru höfð eftir honum ummæli sem ég er búin að vera nokkuð hugsi yfir frá því að ég sá blaðið.  Fyrri ummælin eru þessi: (breiðletrun er greinarhöfundar) „Ég veit alveg hvað kostar að kaupa bensín til Íslands og selja það ef taka á tillit til alls kostnaðar og fjárfestinga sem eru talsverðar. Ef N1 meira
30. júní 2017

Vík skal milli vina, fjörður milli frænda

Þessi gamli málsháttur, sem ekki er víst að hafi myndast í einu lagi, hefur í sér ákveðin boðskap. Hér býr fólk dreift og er alið upp við það. Þó blóðflokkar sýni að blóð okkar sé oftar sé oftar af írskum uppruna en norskum, bendir málfar okkar, siðir og málshættir fremur norsku fjarðanna, þar sem menn bjuggu dreift, sóttu sjó og kærðu sig lítt um meir en hæfilegan átroðning vina og meira
20. júní 2017

Tímamóta viljayfirlýsing Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda og Landsvirkjunar

Nokkuð er síðan að margar af fiskimjölsverksmiðjum landsins settu upp rafmagnskatla meðfram olíukötlum þeim sem í notkun voru um áratuga skeið. Þetta var þegar verð á rafmagni var lágt og olíuverð hátt sem þessi þróun fór af stað sem hagræðingar aðgerð af hálfu fiskmjölsframleiðenda. Síðustu ár hefur síðan Landsvirkjun markvisst hækkað verð á raforku til fiskimjölsverksmiðja á sama tíma og meira
6. júní 2017

Plagsiðurinn að grenja út fé

Það var áhugaverð sú skoðun Rúnars Geirmundssonar sem kom fram á bls. 4 í Morgunblaðinu í morgun að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma beiti hótunum til þess að fá aukið fjármagn til reksturs. Rúnar starfar sem útfararstjóri í eigin fyrirtæki og er formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Fyrir rétt um viku síðan kom fram forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og tjáði alþjóð að garðarnir meira
2. júní 2017

Vel gert ráðherra

Mikið hefur verið ritað og rætt um skipan dómara í Landsrétt síðustu daga. Eins og vænta mátti eru deildar meiningar um það hvernig skal með fara. Rétt er hér að taka fram að ég hef ekki á þessu neina sérstaka þekkingu og hef engin tengsl við þetta fólk sem sóttist eftir þessu starfi.  Eitt af því sem þarf að skoða í þessu samhengi er sú staðreynd að síðustu ár hefur það sífellt færst í meira
31. maí 2017

Mikilvægi eigendastefnu Landsvirkjunar

Ég hef nokkru sinnum áður sest við lyklaborðið og skrifað pistla þar sem ég hef reynt að sýna fram á mikilvægi þess að Alþingi marki fyrirtækinu Landsvirkjun eigendastefnu. En frá því að raforkulög hér á landi voru Evrópuvædd árið 2003 hefur í raun ekki verið mörkuð eigendastefna fyrir Landsvirkjun eða mörkuð heildstæð stefna um orkumál og orkunýtingu. Þetta er bagalegt því eigendastefna er þessum meira
20. mars 2017

Orsakatengsl neyslu og fjölgunar útsölustaða ofmetin

Enn á ný ætla ég mér að setja hér nokkrar línur á blað um markaðssetningu á áfengi í tengslum við áfengisfrumvarpið svokallaða, þrátt fyrir að það sé líkt og að lenda undir valtara svo mikill er tilfinningaþrungin hjá ýmsum þeim sem komið hafa fram á ritvöllinn opinberlega.  Síðastliðinn laugardag birtist grein á mbl.is sem bar yfirskriftina „Aukið aðgengi eykur skaða“ þarna var á meira
2. mars 2017

Aðgerða er þörf í markaðsmálum sjávarfangs

Sjávarklasinn birti 20. febrúar síðastliðinn merkilega grein á vef sínum sem nefnist „Getum við notað áföll til þess að hugsa hlutina upp á nýtt?“ Í þessari útgáfu Sjávarklasans kemur fram að í nýliðnu verkfalli sjómanna hafi reynst tiltölulega auðvelt fyrir söluaðila á erlendum mörkuðum að skipta út íslensku flökunum fyrir norsk eða rússnesk eða að bjóða aðrar hvítfisktegundir. Í meira
16. febrúar 2017

Nú hitnar undir sprittinu

Ég hef, svo sem eins og áður hefur komið fram í skrifum mínum hér, fylgst nokkuð með umræðunni um boðað áfengisfrumvarp. Í þessari umræðu endurspeglast í raun íslensk umræðuhefð og rökræða síðustu áratuga. Umræðan er að mestu tekin á tilfinningalegum nótum og mikið gert af því að fara í manninn en ekki málefnið. Nú eða hitt að settar eru fram illa rökstuddar fullyrðingar í stað rökstuðnings, þá meira
8. febrúar 2017

Af karpi um sölu áfengis

Boðað áfengisfrumvarp á Alþingi hefur þegar valdi nokkrum óróa og tilfinningaríkum upphrópunum í samfélaginu okkar. Þeir sem setja sig á móti frumvarpinu bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og sameiginlega ábyrgð allra á áfengismenningu þjóðarinnar. Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu benda á frelsi einstaklingsins og persónuábyrgð hvers og eins í umgengni við þennan vímugjafa. Einnig benda þeir á þá meira
28. janúar 2017

Karp um ríkis- eða einkarekstur

Þær fréttir bárust í vikunni að Klíníkin í Ármúla hefði fengið leyfi embættis landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild. Nokkur órói hefur myndast eftir þessa frétt þar sem átakalínurnar virðast vera ríkisrekstur eða einkarekstur. Stéttarfélagið BSRB blandar sér meðal annarra í þessa umræðu. BSRB varar stjórnvöld við því að láta undan þrýstingi þeirra sem vildu meira
Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR International, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Meira

Myndasyrpur