Pistlar:

30. mars 2020 kl. 13:39

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Að sjálfsögðu á að leyfa netsölu á áfengi!

Nú get ég ekki lengur orða bundist. Mér finnst algerlega ósæmandi að samtök sem kalla sig „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum“ geti vaðið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með rangar fullyrðingar og sleggjudóma án þess að færa rök fyrir máli sínu. Svo hart er gengið fram í vitleysunni að minnir um mjög á pólitísk áróðurssamtök þar sem engu skal vært til þess að koma höggi á andstæðinginn. 

Ástæðan fyrir þessu skarki er umræðan um áfengi.  Þar þorir engin að taka vitræna umræðu vegna hættu á því að lenda í orrahríð þeirra sem vaða fram með röngum fullyrðingum og útúrsnúningum. Þetta er ekki boðlegt í siðuðu þjóðfélagi. 

Að þessu sögðu vill ég taka fram að ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem hafa aðra skoðun en ég á þessum málum. Ég ber hinsvegar enga virðingu fyrir þeim aðilum sem vaða fram með ofsa, rógi og órökstuddum fullyrðingum án þess að færa rök fyrir máli sínu líkt og ofangreind samtök leyfa sér ítrekað. 

Þá að áfenginu.

Í fyrirhuguðu frumvarpi Dómsmálaráðherra sem enn er ekki komið til afgreiðslu Alþingis, er eitt atriði sem virðast fara mest fyrir brjóstið á þeim sem hafa haft sig í frammi varðandi þetta fyrirhugaða frumvarp. Það er hugmyndin um að leyfa sölu á áfengi í netverslunum hérlendis. 

Síðan hefur vaknað á ný umræðan um hvort leifa eigi auglýsingar á áfengi. En það er ekki hluti af frumvarpi ráðherra eins og það hefur verið kynnt. Ég ætla hinsvegar að eyða nokkrum orðum í áfengisauglýsingarnar því þeim hefur verið blandað inn í þessa umræðu. 

Byrjum á hugmyndinni að leyfa sölu á áfengi í netverslunum hér á landi. Í umræðu um málið er algengt að sjá fólk detta inn í þá rökvillu að þessi breyting myndi þýða stóraukið framboð á áfengi. Þetta er rökvilla vegna þess að í dag geta allir íslendingar eldri en 20 ára pantað sér áfengi úr þúsundum netverslana um allan heim og fengið sent heim að dyrum. Af þessum sökum er framboðsaukningin óveruleg, breytingin sára lítil (varla mælanleg) ef notast er við tölfræði. 

Auk þess sem að regluverkið sem við búum við varðandi áfengisinnflutning og framleiðslu gerir nánast ómögulegt fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig verslun með þessar veigar að aðgreina sig með verðum eða verðlagningu.  Nýir aðilar verða líklegast að aðgreina sig með miðlun þekkingar til þeirra sem hafa aldur til að kaupa áfengi, til dæmis með betri þjónustu í formi fræðslu og upplýsinga, sem er vel, og mundi til lengri tíma styrkja og bæta vínmenningu landans.  

Svo er það líka staðreynd að markaður með áfengi í öllum hinum vestræna heimi er mettaður markaður. Með öðrum orðum framboð vörunnar er meira en eftirspurnin. Við slíkar aðstæður er þekkt að neysla eykst ekki ef fjölgun verður á útsölustöðum. Þeir útsölustaðir sem eru fyrir á markaði selja minna sem nemur sölu þess sem inn á markaðinn kemur. Þetta er lykilatriði sem verður að halda til haga í umræðunni. 

Þá að áfengisauglýsingum. (sem eru ekki hluti af fyrirhuguðu frumvarpi) Höfundur þessa pistils hefur lengi haft áhuga á þessu efni sem sérfræðingur í markaðsmálum og kynnt sér það vel, m.a. með því að viða að sér þeim vísindagreinum sem ritaðar hafa verið um málefnið og birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum víða um heim.  Það verður að segjast eins og er að umræðan um þetta málefni hefur því miður einkennst of mikið af sleggjudómum og fullyrðingum. Mögulega er það eðlilegt þar sem málefnið er viðkvæmt og áfengi á án nokkurs vafa stóran þátt í ógæfu margra.

Það poppar hér upp í hugann setning sem Friðrik heitin Eysteinsson frumkvöðull í faglegu markaðsstarfi hér á landi skrifaði í Viðskiptablaðið 2004

„Þeir sem hlynntir eru banni við áfengisauglýsingum virðast telja að auglýsingar hafi mun meiri áhrif á neytendur en þær í raun hafa og að það eigi sérstaklega við um ungt fólk.  Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér virkni auglýsinga vita á hinn bóginn að mesta vandamálið er hið gagnstæða, þ.e. hvað þær hafa í raun lítil áhrif.  Rannsóknir hafa t.d. sýnt að einungis um þriðjungur auglýsinga skila skammtímasölu og einungis fjórðungur söluaukningu til lengri tíma litið.  Hvað ungt fólk áhrærir þá er það miklu læsara á auglýsingar en eldra fólkið var þegar það var ungt (hvort sem það man það eða ekki).  Engar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl áfengisauglýsinga og þess hvort ungt fólk hefji neyslu áfengis eða ekki.“

Þrátt fyrir að þetta sé skrifað árið 2004 á þetta við í einu og öllu. Enn í dag er vandamál auglýsenda að virkni auglýsinga er minni en almennt er talið. Svo hitt sem er stærra atriði í umræðu dagsins. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl áfengisauglýsinga og þess hvort ungt fólk hefji neyslu áfengis eða ekki. Þetta er staðreynd sem ekki hefur verið hrakin fræðilega það ég best veit. 

Það er líka einkennandi í umræðunni er sífellt verið að rugla saman áhrifum auglýsinga á einstök vörumerki annars vegar og heildarneyslu áfengis hinsvegar. Rannsóknir hafa sýnt að á mettum markaði eins og áfengismarkaðurinn á vesturlöndum er vissulega. Er hlutverk auglýsinga fyrst og fremst það að færa neytendur á milli vörumerkja. Vegna þess að framboð er meira en eftirspurnin eru líkur á því að heildarneysla aukist vegna auglýsinga óverulegar. 

Afleiðingarnar af auglýsingabanni eins og hér ríkir, eru fyrst og fremst viðskiptahindranir sem koma niður á innlendum framleiðendum. Innlendir framleiðendur áfengis geta ekki reynt að fá neytendur til þess að kaupa frekar innlenda vöru en innflutta. Þetta er algerlega galin staða! Sérstaklega nú þegar það getur skipt sköpum í erfiðri stöðu þjóðarbúsins hvort við veljum það sem er innlent fram yfir það sem er innflutt.

„Áfengi er bara þannig vara að við getum ekki leyft þetta“ heyri ég stundum. Ég ætla að leyfa mér að vitna aftur í Friðrik og grein hans úr Viðskiptablaðinu frá árinu 2004. Því betra svar hef ég ekki heyrt við þessari fullyrðingu.

„Fyndnustu rökin fyrir því að banna áfengisauglýsingar ganga þó út á að aðrar reglur eigi að gilda um auglýsingar á áfengi vegna þess að það sé þannig vara.  Þarna er ruglað saman þeim áhrifum sem misnotkun vara getur haft í för með sér annars vegar og áhrifum auglýsinga þeirra hins vegar.  Þá lágmarkskröfu hlýtur að vera hægt að gera til fólks, þó það kunna að öðru leyti ekkert fyrir sér í markaðsfræðum, að það átti sig á því að það er munur á því sem verið er að selja og þeim áhrifum sem hægt er að hafa á sölu þess!“

Þetta er mögulega kjarni málsins. Þeir sem hafa verið að berjast gegn því að áfengisauglýsingar verði leyfðar eru í raun ekki að vernda unga fólkið eins og látið er líta út fyrir. Heldur er verið að vinna markvisst að því að skekkja samkeppnisumhverfi íslenskra framleiðenda og íslenskrar verslunar. Vinna gegn innlendum hagsmunum. 

Ef þessum aðilum er í raun annt um lýðheilsu þjóðarinnar og unga fólkið, væri róttækasta og árangursríkasta aðferðin að banna áfengi alfarið og láta af forræðistilburðum við fullorðið fólk sem vill kaupa og selja löglegan varning. 

1. ágúst 2019

Sæstrengssviðmyndir

Ég verð að viðurkenna að ég óttast það tak sem Evrópusambandið nær á auðlindum okkar ef svokallaður Orkupakki 3 verður samþykktur á Alþingi á næstu vikum. Ef Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann þá er þjóðin skuldbundin til að fylgja öllum reglum hans. Annað væri brot á EES samningnum.  Í síðasta pistli mínum lofaði ég að draga upp sviðsmyndir sem sýna fram á undir hvernig aðstæðum þjóðin meira
25. júní 2019

Það er framsýni og sjálfbærni falin í því að segja NEI

Ég er einn af þeim sem hef sett mig upp á móti því að Alþingi samþykki svokallaðan Orkupakka 3. Ég hef ekki séð nein þau rök með þessu máli að ég telji að hægt sé að réttlæta þetta evrópska regluverk. Ég tel mig þó ekki vera sérstakan talsmann einangrunar og þjóðrembu eins og þeir sem aðhyllast samþykkt þessa sama orkupakka telja sig geta alhæft um.  Þeir sem hafa vondan málstað að verja og meira
16. maí 2019

Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?

Mikil átök hafa verið um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem Alþingi er með til umfjöllunar þessa dagana. Átökin hverfast um lögfræðileg álitaefni að mestu, en gallinn við þessa umræðu er að hún er einsleit og átakafletir hafa snúist um hvort lögfræðilegir fyrirvarar sem fylgjendur innleiðingar vilja festa með þingsályktun haldi gagnvart Evrópusambandinu. Ég ætla í nokkrum línum að horfa á meira
9. apríl 2019

Af tröllasögum og heimóttarskap

Þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson geystist fram á ritvöllinn með stuttri og snarpri grein í Fréttablaðinu í dag þriðjudaginn 9. apríl þar sem hann lymskulega kallar þá sem mótfallnir eru því að svokallaður orkupakki 3 sem nú er til umræðu á Alþingi verði samþykktur, einangrunarsinna með tröllasögur og heimóttarskap.  Í stað þess að ræða málið með rökum skal ráðast á meira
28. maí 2018

Það er þörf á að skipta upp Landsvirkjun!

Í aðsendri grein sem forstjóri Landvirkjunar ritar og birtist í Viðskiptablaðinu 25. maí síðastliðinn og nefnist „Um samkeppni á raforkumörkuðum“ reynir forstjórinn enn á ný að selja þjóðinni þá hugmynd að hlutverk Landsvirkjunar sé að safna peningum í nokkurskonar varasjóð ríkisins og fela alþingismönnum landsins að fara með það fé. Þjóðin hefur aldrei samþykkt þessa ráðstöfun og ekki meira
8. maí 2018

Hlýðin þjóð í vanda

Íslendingar hafa ekki talið sig hlýðna þjóða, að minnsta kosti ekki frá 1918, þegar þjóðin braust undan valdi hins dansks embættisvalds. Það skref hefur þó verið stigið til lítils, ef hið íslenska embættisvald ætlar að færa okkur undir skrifræðið í Brussel með síendurteknu minni háttar valdaafsali upp í eitt stórt. Burtséð frá fyrstu samningunum milli EFTA og ESB hafa orkulögin frá 2003 meira
5. apríl 2018

Auglýsingar og áfengi

Enn á ný er áfengið komið á dagskrá. Helst vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem ályktað hefur að rétt sé að afnema bann á áfengisauglýsingar. Höfundur þessa pistils hefur lengi haft áhuga á þessu efni sem sérfræðingur í markaðsmálum og kynnt sér það vel, m.a. með því að viða að sér þeim vísindagreinum sem ritaðar hafa verið um málefnið og birtar hafa verið í ritrýndum meira
4. mars 2018

Stóru vörumerkin skera niður stafrænar birtingar

Nokkuð merkileg þróun hefur verið að eiga sér stað hjá leiðandi vörumerkjum á neytendamarkaði eins og Procter & Gamble og Unilever, þetta eru jú þau vörumerki sem bera höfuð og herðar yfir önnur í flokknum CPG (Consumer Packaged Goods).  Þessir aðilar eru markvisst að lækka þær upphæðir sem notaðar eru í birtingar á stafrænum miðlum. Ástæðan er að athuganir þeirra og mælingar sýna að meira
28. febrúar 2018

Markaðsmál í ljósi nýrra persónuverndarlaga

Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf en löggjöfin mun taka gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu. Vernd persónuupplýsinga er talinn hluti af EES-samningnum og mun löggjöfin því verða tekin upp í íslensku réttarfari. Rétt er þó að taka fram að löggjöfin mun hljóta þinglega meðferð Alþingis áður en hún tekur að fullu gildi meira
7. febrúar 2018

Ofurskálin

Auglýsing Dodge RAM sem sýnd var í frægasta auglýsingatíma heimsins, á sýningartíma Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum, hefur vakið nokkra eftirtekt landsmanna. Þar mátti sjá íslenska víkinga og íslenskt landslag í skemmtilegri framsetningu leikstjórans Joe Pytka. Vörpulegir íslenskir leikarar, íslensk náttúra og víkingaskip.    Margir hafa eðlilega velt fyrir sér hverju þetta skilar. Eða meira
7. september 2017

Um hugsanaskekkju og markaðslegt hugrekki

Ég rakst á grein í Fréttablaðinu í morgun frá framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts sem ég sem markaðsmaður og áhugamaður um markaðsmál hef verið hugsi yfir. Greinin er gott dæmi um hugsanaskekkju varðandi markaðsmál sem virðist nokkuð algeng og maður sér reglulega í viðtölum við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu.  Vandamál sauðfjárbænda eru flestum sem fylgjast með fréttum og þjóðmálum kunn meira
18. ágúst 2017

Samkeppnin á olíumarkaði

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn selur Costco sjötta hvern dropa af bensíni sem seldur er á landinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að hlutdeild heildsölurisans sé með rúmlega 15% á höfðuðborgarsvæðinu. Ljóst er að afkoma olíufélaganna mun að einhverju leiti taka mið af þessari hlutdeildartilfærslu þegar næsta uppgjör verður birt.   Ég eins og eflaust margir meira
7. júlí 2017

Karllæg samgöngustefna Samfylkingar

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ritar í Fréttablaðið pistil í vikunni sem hún kallar „Einokun einkabílsins“. Í þessum pistli heldur Eva því fram að umræður um almenningssamgöngur hafi færst í hægri og vinstri dilka þannig að þeir sem teljast vera með stjórnmálaskoðanir til hægri, telji sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. Eva skrifar einnig: meira
5. júlí 2017

Í hverju liggur markaðssnilldin

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 var í viðtali í helgarblaði DV fyrir skömmu. Þar voru höfð eftir honum ummæli sem ég er búin að vera nokkuð hugsi yfir frá því að ég sá blaðið.  Fyrri ummælin eru þessi: (breiðletrun er greinarhöfundar) „Ég veit alveg hvað kostar að kaupa bensín til Íslands og selja það ef taka á tillit til alls kostnaðar og fjárfestinga sem eru talsverðar. Ef N1 meira
30. júní 2017

Vík skal milli vina, fjörður milli frænda

Þessi gamli málsháttur, sem ekki er víst að hafi myndast í einu lagi, hefur í sér ákveðin boðskap. Hér býr fólk dreift og er alið upp við það. Þó blóðflokkar sýni að blóð okkar sé oftar sé oftar af írskum uppruna en norskum, bendir málfar okkar, siðir og málshættir fremur norsku fjarðanna, þar sem menn bjuggu dreift, sóttu sjó og kærðu sig lítt um meir en hæfilegan átroðning vina og meira
20. júní 2017

Tímamóta viljayfirlýsing Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda og Landsvirkjunar

Nokkuð er síðan að margar af fiskimjölsverksmiðjum landsins settu upp rafmagnskatla meðfram olíukötlum þeim sem í notkun voru um áratuga skeið. Þetta var þegar verð á rafmagni var lágt og olíuverð hátt sem þessi þróun fór af stað sem hagræðingar aðgerð af hálfu fiskmjölsframleiðenda. Síðustu ár hefur síðan Landsvirkjun markvisst hækkað verð á raforku til fiskimjölsverksmiðja á sama tíma og meira
6. júní 2017

Plagsiðurinn að grenja út fé

Það var áhugaverð sú skoðun Rúnars Geirmundssonar sem kom fram á bls. 4 í Morgunblaðinu í morgun að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma beiti hótunum til þess að fá aukið fjármagn til reksturs. Rúnar starfar sem útfararstjóri í eigin fyrirtæki og er formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Fyrir rétt um viku síðan kom fram forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og tjáði alþjóð að garðarnir meira
2. júní 2017

Vel gert ráðherra

Mikið hefur verið ritað og rætt um skipan dómara í Landsrétt síðustu daga. Eins og vænta mátti eru deildar meiningar um það hvernig skal með fara. Rétt er hér að taka fram að ég hef ekki á þessu neina sérstaka þekkingu og hef engin tengsl við þetta fólk sem sóttist eftir þessu starfi.  Eitt af því sem þarf að skoða í þessu samhengi er sú staðreynd að síðustu ár hefur það sífellt færst í meira
31. maí 2017

Mikilvægi eigendastefnu Landsvirkjunar

Ég hef nokkru sinnum áður sest við lyklaborðið og skrifað pistla þar sem ég hef reynt að sýna fram á mikilvægi þess að Alþingi marki fyrirtækinu Landsvirkjun eigendastefnu. En frá því að raforkulög hér á landi voru Evrópuvædd árið 2003 hefur í raun ekki verið mörkuð eigendastefna fyrir Landsvirkjun eða mörkuð heildstæð stefna um orkumál og orkunýtingu. Þetta er bagalegt því eigendastefna er þessum meira
Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR ehf, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Meira

Myndasyrpur