Traktorasmiður vill kaupa Aston Martin

Aston Martin af nýjustu gerð.
Aston Martin af nýjustu gerð.

Indverski bílsmiðurinn Mahindra & Mahindra er sagður standa best að vígi í kapphlaupi um ráðandi hlut í breska eðalbílaframleiðandanum Aston Martin.

Viðskiptablaðið The Economic Times skýrir frá þessu og segir að indverska fyrirtækið standi fetinu framar en ítalska fjárfestingarfélagið Investindustrial, sem á m.a. hlut í mótorhjólafyrirtækinu Ducati.

Mahindra & Mahindra er stærsti framleiðandi dráttarvéla í Indlandi og smíðar einnig jeppa. Er fyrirtækið sagt hafa boðið á bilinu 190 – 320 milljónir dollara fyrir 40% hlut í Aston Martin.

Bílar Aston Martin eru meðal annars frægir úr kvikmyndum James Bond en njósnarinn 007 hefur oftast ekið á slíkum bíl í myndunum.

agas@mbl.is

Aston Martin DB5 sem bítillinnPaul McCartney átti.
Aston Martin DB5 sem bítillinnPaul McCartney átti.
Sígildur Aston Martin DB5 sást fyrst í Goldfinger og svo …
Sígildur Aston Martin DB5 sást fyrst í Goldfinger og svo mætti aftur til leiks í meðförum Daniel Craig í Casino Royale.
mbl.is

Bloggað um fréttina