39,3% bílanna til bílaleiganna

Bílar á lager í Sundahöfn.
Bílar á lager í Sundahöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sala á nýjum fólksbílum frá áramótum til 29. febrúar sl. jókst um 72,9% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári. Fjórir bílar af hverjum tíu seldum fóru til bílaleiga.

Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.267 á móti 1.312 miðað við sama tímabil 2015. Er það aukning um 957 bíla, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu .

Þar af eru nýskráðir bílaleigubílar 892 eintök, eða sem svarar 85% af nýskráningunum. Á sama tíma fyrir ári voru nýskráðir bílaleigubílar 388.

„Þó sala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér á síðasta ári og áframhald sé á þeirri þróun þá er sú fjölgun sem á sér stað í fjölda ferðamanna aðal drifkraftur í sölu nýrra bíla eins og sjá má á nýskráningartölum segir,“ segir Bílgreinasambandið.

Í febrúarmánuði einum og sér varð 65,8% aukning í nýskráningum fólksbíla, samanborið við febrúar í fyrra.

mbl.is