Tveir bílar frumsýndir hjá Brimborg

Brimborg boðar til frumsýningar á Citroen C3 Aircross jeppanum og fjórhjóladrifna Volvo V60 tengiltvinnbílnum um helgina.

Verða þessir tveir nýju bílar sýndir í salarkynnum Brimborgar að Bíldshöfða 8 og að Tryggvabraut 5 á Akureyri, á báðum stöðum frá klukkan 12 til 16.
 
Í tilkynningu segir að Citroën C3 Aircross sé kröftugur nýr sportjeppi með mikilli veghæð. Með því ásamt Grip Control spólvörninni og brekkuaðstoðinni komist menn hvert á land sem er.  Ísetan sé há og ökumaður hafi góða sýn fram á veginn.

„Hann er rúmgóður með breiðum og þægilegum sætum, hátt er til lofts og ótrúlega gott fótapláss. Farangursrými bílsins er það stærsta í þessum flokki bíla eða 410 lítrar og að auki eru aftursætin á sleða svo auðvelt er að stækka farangursrýmið í 510 lítra,“ segir í tilkynningu.

Citroën C3 Aircross kostar frá krónum 2.990.000 í Brimborg.

Umboðið frumsýnir einnig Volvo V60 tengiltvinnbílinn og segir hann vera öflugan 290 hestafla bíll á einstöku verði. Hann dragi 900 km í tvíorkuham og allt að 50 km á rafmagni einu og sér. Eyðir hann að jafnaði, miðað við Evrópustaðal, aðeins 1,8 lítrum af dísil á hundraðið. Búnaður sé einstaklega ríkulegur en verð bílsins er frá 5.490.000 krónum.

Gestum frumsýningarinnar gefst kostur á að aka bílunum báðum.

mbl.is