Nýr Korando togar best

Dráttargeta Korando ætti að falla í kramið hjá ferðaglöðum Íslendingum.
Dráttargeta Korando ætti að falla í kramið hjá ferðaglöðum Íslendingum.

Bílabúð Benna frumsýndi nýjan Korando jeppa frá SsangYong um nýliðna helgi við góðar undirtektir gesta, samkvæmt upplýsingum frá umboðinu.

Í lýsingu á honum kemur fram að Korando sé fjórhjóladrifinn og hár undir lægsta punkt. Þá veki dráttargeta hans mikla athygli, og til marks um það hafi félag  breskra hjólhýsaeigenda valið hann dráttarbíl ársins („Towcar of the Year 2018“) í sínum flokki.

„Nýr Korando státar einnig af stílhreinu og kröftugu útliti, þar sem hugvitsamleg hönnun sér m.a. til þess að bíllinn er óvenju rúmur að innan, auk þess sem enginn miðjustokkur er í gólfinu. Þannig gefst nóg fótapláss fyrir alla farþega, sem kemur sér sérstaklega vel á ferðalögum,“ segir í tilkynningu.

mbl.is