31% aukning í bílasölu í janúar

Nýjir bílar í Sundahöfn
Nýjir bílar í Sundahöfn mbl.is/Árni Sæberg

Alls voru skráðir 1.622 nýir fólksbílar í nýliðnum janúar, sem er 31% aukning, eða 389 bílar, samanborið við sama mánuð árið 2017.

„Árið fer vel af stað og gefur ákveðnar vísbendingar um framhaldið. Allt bendir til að ferðamenn haldi áfram að sækja landið heim og það kallar á fleiri bílaleigubíla en bílaleigur hafa verið að taka u.þ.b. 40% af öllum nýskráðum fólksbílum á síðustu árum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Þá segir að einstaklingsmarkaðurinn og fyrirtækjamarkaðurinn hafi tekið við en það hafi fyrst hafist að einhverju marki í fyrrasumar. Hafi 72,5% af nýskráningum í janúar verið til einstaklinga og fyrirtækja.

Mest var skráð af Mitsubishi Outlander. Í öðru sæti var Toyota Land Cruiser og í því þriðja Toyota Rav4. Lang vinsælasti litur nýskráðra bíla á árinu er hvítur.

mbl.is