BL seldi flesta bíla

BL seldi í janúar flesta nýja fólks-  og sendibíla, eða samtals 322 bíla, og nam hlutdeild umboðsins í heildarmarkaðinum 24,4%.

Hekla seldi aftur á móti einstaklingum flesta bíla í mánuðinum, eða 239. Varð Hekla í öðru sæti með 293 bíla í heildina, sem er 22,2% hlutdeild af heildinni. Brimborg nýskráði 274 bíla í janúar og Toyota á Íslandi 202. Þá seldi Askja 123 bíla.   

Bílaleigur keyptu tvöfalt fleiri bíla í nýafstöðnum janúar miðað við sama mánuð í fyrra, eða 432 í stað 216.

Í tilkynningu frá Heklu segir að sala félagsins til einstaklinga sé ríflega fjórðungur  allra bíla sem seldir voru einstaklingum. Þá hafi sala vistvænna bíla aukist og , t.d. jókst salan áum 24% í janúar vist

„Ein af ástæðunum fyrir þessum árangri eru vinsældir tengiltvinnbílsins Mitsubishi Outlander PHEV og seldust 118 eintök af bílnum til einstaklinga og fyrirtækja í fyrsta mánuði ársins og var markaðshlutdeild hans um 10% á þessum tíma,“ segir Hekla.  Hlutdeild Outlander PHEV í flokki tengiltvinnbíla er 48%.

Þá hafa vistvænir bílar frá Volkswagen einnig slegið í gegn en í janúarmánuði jókst salan um 24% á milli ára. Voru 70% nýskráðra Volkswagenbíla vistvænir og trónir e-Golf þar á toppnum.

mbl.is