Nýr Kia Optima frumsýndur í Genf

Tvinnbíllinn KIA Optima.
Tvinnbíllinn KIA Optima. AFP

Nýr og endurbættur Kia Optima verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem hófst í nú vikunni. Nýr Optima kemur bæði í stallbaksútgáfu og sem Sportswagon í langbaksútfærslu.

Kia Optima kemur með nýrri 1,6 lítra U3 dísilvél, sem leysir af hólmi eldri 1,7 lítra dísilvélina. Nýja vélin er bæði skilvirkari og umhverfismildari en fyrri gerð. Hún skilar bílnum 136 hestöflum og 320 Nm í togi. Þessi nýja vél er búinn tæknivæddum búnaði sem með minnkar NOx magn í útblæstri miðað við fyrri gerð bílsins.

Optima er nú einnig fáanlegur með 180 hestafla 1,6 lítra bensínvél í fyrsta sinn. Verður hún  í boði með þýðri og kraftmikilli 7 þrepa DCT sjálfskiptingu. Fleiri vélarkostir verða í boði og er  Optima GT aflmesta útgáfan en hann er með 2ja lítra, 245 hestafla, T-GDI vél.

Nýr Kia Optima kemur enn betur búinn en áður og með allra allra nýjustu tækni í aksturs- og öryggisbúnaði. Optima er m.a. búinn akreinavara og tæknivædda aksturskerfinu ADAS sem aðstoðar ökumann varðandi aksturinn. Nýr Optima er einnig útbúinn úrvals margmiðlunarbúnaði og býður upp á Apple CarPlay og Android Auto.

Nýr Optima mun verða fáanlegur á Íslandi í haust hjá umboðsaðilum Kia á Íslandi.

mbl.is