Stórsýning á tvinnbílum

Nýr Prius tengiltvinnbíll verður frumsýndur á sýningu Toyota.
Nýr Prius tengiltvinnbíll verður frumsýndur á sýningu Toyota.

Toyota býður til stórsýningar á tvinnbílum hjá viðurkenndum söluaðilum á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ, og í Kauptúni á morgun, laugardag frá klukkan 12 – 16.

Tvinntæknin (hybrid) hefur reynst vel frá því Toyota kynnti hana fyrir rúmum 20 árum og um 11 milljónir bíla með aflrás af því tagi selst.

Á sýningunni á morgun má sjá alla tvinnlínuna frá Toyota; Yaris, Auris, RAV4 og C-HR. Einnig verður nýr Prius tengiltvinnbíll frumsýndur en hann sameinar kosti rafmagnsbíls og venjulegs bensínbíls.  Prius Plug-in má keyra um 50 km á rafmagni og þannig er auðvelt að ná öllum akstri innanbæjar á rafmagni eingöngu, að sögn Toyota. Bensínvélin tekur síðan við þegar farið er lengra.

Þá verður Mirai, vetnisbíllinn frá Toyota forsýndur en fyrsta vetnisstöðin verður opnuð í byrjun sumars og þá geta Íslendingar nýtt sér innlenda orku á umhverfisvænan hátt. Vetni er búið til með rafmagni og dælt á bílinn sem nýtir það til að búa til rafmagn sem knýr bílinn. Eini útblásturinn frá Mirai er síðan hreint vatn. Aðeins tekur 4 mínútur að fylla tankinn á Mirai og drægið er allt að 500 km.


 

mbl.is