Sá vinsælasti fær öflugri aflrás

Mest seldi rafbíll Evrópu um árabil, Renault Zoe, verður senn enn öflugri og langdrægari.

Zoe kom fyrst á götuna 2012 og hefur nokkrum sinnum verið uppfærður á þeim tíma. Nýjasta endurbótin mun gera Zoe sprækari, að sögn Renault. Rafgeymirinn verður stærri og rafmótorinn skilvirkari.

Renault kynnti þessi áform sínum í tengslum við bílasýninguna í Genf frá 8. til 18. mars. Nýi mótorinn gengur undir heitinu R110 og leysir af hólmi R90, núverandi mótor. Eykst aflið úr 68 í 80 kílóvött, eða með öðrum orðum úr 90 hestöflum í 110.

Aukinn hraði, meiri skilvirkni

Snerpan breytist ekki mikið en bíllinn fer á sama tíma og áður úr kyrrstöðu í 50 km hraða. En nýi bíllinn mun ná hundraði mun fyrr, eða á 11,4 sekúndum í stað 13,4 sek. Topphraðinn verður áfram 135 km/klst.

Nýi mótorinn er einkum sagður veita aukin þægindi við mikinn akstur á hraðbrautum og skilvirkni rafhleðslunnar nýtur sín betur. Fyrir utan Nissan Leaf verða rafdrifnu vinnubílarnir Renault Kangoo og Master búnir þessari aflrás og einnig rafbíllinn Smart Electric Drive frá Daimler en Renault hefur lagt þýska bílsmiðnum mótor í Smart. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: