Magnaðir Porsche mæltust vel fyrir

Þau voru mörg hástemmd lýsingarorðin sem féllu á meðal þeirra fjölmörgu gesta sem mættu á sportbílasýningu Porsche um nýliðna helgi.

Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, stóð þá fyrir sýningu á mörgu því nýjasta og magnaðasta sem Porsche hefur uppá að bjóða.

Boðið var upp á frumsýning á þremur glæsikerrum. Fyrst skal nefna þriðju kynslóðina af lúxusjeppanum Porsche Cayenne sem skartar 550 hestafla vél og er aðeins 3,9 sekúndur í hundraðið, sem er ótrúlegt þegar jeppi er annars vegar.

Þá var afhjúpað glænýtt eintak af sportbílagoðsögninni, Porsche 911 Turbo S sem er búinn 580 hestafla vél og ríkur í hundraðið á 2,9 sekúndum.

Síðast en ekki síst var kynntur til leiks Porsche 911 GT2 RS, sem er öflugasti sportbíllinn sem Porsche hefur fjöldaframleitt. Þetta „villidýr“ eins og segir í tilkynningu er hvorki meira né minna en 700 hestöfl og fer í hundraðið á litlum 2,8 sekúndum.

Þeir sem unna margverðlaunuðum sportbílum fengu því sinn skammt af gæsahúð á Porsche sýningunni hjá Bílabúð Benna.

mbl.is