Pylsupartí á Skodadegi

Skodadagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu.

Að auki verður Skoda deginum fagnað hjá  Höldi á Akureyri. Á Laugaveginum verður nóg við að vera og sýningarsalirnir stútfullir af skemmtilegum Skoda bílum.

Sá nýjasti í Skodafjölskyldunni er sportjeppinn Karoq sem frumsýndur var snemma árs. Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn og margverðlaunaður. Hann kemur í Ambition og Style útfærslum og fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Í boði eru 1,0 og 1,5 lítra bensínvélar og 2,0 lítra dísilvélar auk úrvals auka- og öryggisbúnaðar, segir í tilkynningu.

Sumarverð Skoda verður í fullum gangi en módelin Octavia, Superb og Fabia eru nú í boði á stórskemmtilegu og óviðjafnanlegu sumartilboði.

Skoda býður breitt úrval af bílum og við verðum með allt það nýjasta til sýnis á laugardaginn. Sjóðheitar pylsur verða á grillinu, andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina og ég á von á að þetta verði skemmtilegur dagur að vanda,“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri Skoda hjá Heklu.

mbl.is