DS smíðar bara rafbíla frá 2025

Lúxusbíladeild Citroën, DS, hefur tekið boðskap samgönguyfirvalda í París háalvarlega og ákveðið að smíða eingöngu rafbíla frá og með 2025.

Ákveðið hefur verið að banna bensín- og dísilbíla í París frá og með 2030 og hafa ýmsar borgir og bæir í öðrum löndum fylgt í kjölfarið með sams konar banni.

„Markmið okkar er afar skýrt, en það er að DS verði meðal forystusauða í rafbílasmíði í sínum flokkum,“ segir forstjóri DS, Yves Bonnefont. Á fyrirtækið hlut í keppnisliði í rafbílaformúlunni og nýtir tækifærið þar til að þróa og prófa tækninýjungar fyrir rafbíla framtíðarinnar.

Talið er að DS ríði á vaðið með rafútgáfu af DS-3 bílnum sem frumsýndur verður að öllum líkindum á Parísarsýningunni á komandi hausti.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: